Sjáðu markaregnið úr leikjunum fimm í Pepsi Max deild kvenna Anton Ingi Leifsson skrifar 7. september 2020 17:28 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö af mörkum Blika í gær. vísir/vilhelm Mörkunum rigndi í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi er heil umferð fór fram. Þetta var 13. umferðin en nokkur lið eiga inni leiki vegna sóttkví og frestaðra leikja. Valur er áfram á toppi deildarinnar eftir 4-0 sigur á ÍBV. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði tvö mörk, Arna Eiríksdóttir eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Valur er með einu stigi meira en Breiðablik sem á þó leik til góða. Breiðablik vann 4-0 sigur á Þrótti á útivelli. Alexandra Jóhannsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu sitt hvor tvö mörkin en Þróttur er í 8. sætinu, stigi frá fallsæti. Stjarnan gerði sér lítið fyrir og skellti bikarmeisturunum á Selfossi í gær. Betsy Hassett og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir komu Stjörnunni í 2-0 en Barbára Sól Gísladóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur. Shameeka Nikoda Fishley kom Stjörnunni í 3-1 á 40. mínútu. Í uppbótartíma minnkaði Helena Hekla Hlynsdóttir muninn fyrir Selfoss en nær komust þær ekki og afar öflugur sigur Stjörnunnar sem er í 6. sætinu. Selfoss er í því fjórða. FH vann botnslaginn gegn KR, 4-2. Phoenetia Maiya Lureen Browne og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu FH í 2-0 áður en Ingunn Haraldsdóttir minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Madison Santana Gonzalez kom FH í 3-1 en aftur minnkaði KR muninn. Nú var það Alma Mathiasen á 70. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir tryggði FH sigurinn með fjórða marki Fimleikafélagsins á 82. mínútu. FH er í 9. sætinu með níu stig eftir tólf leiki en KR er í tíunda sætinu með sjö stig eftir níu leiki. Fylkir vann 4-2 sigur á Þór/KA í Árbænum og er í 3. sætinu. Bryndís Arna Níelsdóttir tryggði Fylki sigurinn með tveimur mörkum á siðustu tuttugu mínútunum en Akureyrastúlkur voru einum færri frá 50. mínútu er Margrét Árnadóttir fékk beint rautt spjald. Klippa: Mörkin í Pepsi Max kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Sjá meira
Mörkunum rigndi í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi er heil umferð fór fram. Þetta var 13. umferðin en nokkur lið eiga inni leiki vegna sóttkví og frestaðra leikja. Valur er áfram á toppi deildarinnar eftir 4-0 sigur á ÍBV. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gerði tvö mörk, Arna Eiríksdóttir eitt og eitt markanna var sjálfsmark. Valur er með einu stigi meira en Breiðablik sem á þó leik til góða. Breiðablik vann 4-0 sigur á Þrótti á útivelli. Alexandra Jóhannsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu sitt hvor tvö mörkin en Þróttur er í 8. sætinu, stigi frá fallsæti. Stjarnan gerði sér lítið fyrir og skellti bikarmeisturunum á Selfossi í gær. Betsy Hassett og Aníta Ýr Þorvaldsdóttir komu Stjörnunni í 2-0 en Barbára Sól Gísladóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur. Shameeka Nikoda Fishley kom Stjörnunni í 3-1 á 40. mínútu. Í uppbótartíma minnkaði Helena Hekla Hlynsdóttir muninn fyrir Selfoss en nær komust þær ekki og afar öflugur sigur Stjörnunnar sem er í 6. sætinu. Selfoss er í því fjórða. FH vann botnslaginn gegn KR, 4-2. Phoenetia Maiya Lureen Browne og Helena Ósk Hálfdánardóttir komu FH í 2-0 áður en Ingunn Haraldsdóttir minnkaði muninn eftir klukkutíma leik. Madison Santana Gonzalez kom FH í 3-1 en aftur minnkaði KR muninn. Nú var það Alma Mathiasen á 70. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir tryggði FH sigurinn með fjórða marki Fimleikafélagsins á 82. mínútu. FH er í 9. sætinu með níu stig eftir tólf leiki en KR er í tíunda sætinu með sjö stig eftir níu leiki. Fylkir vann 4-2 sigur á Þór/KA í Árbænum og er í 3. sætinu. Bryndís Arna Níelsdóttir tryggði Fylki sigurinn með tveimur mörkum á siðustu tuttugu mínútunum en Akureyrastúlkur voru einum færri frá 50. mínútu er Margrét Árnadóttir fékk beint rautt spjald. Klippa: Mörkin í Pepsi Max kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Sjá meira