Tveir af efnilegustu leikmönnum Manchester liðanna City og United var hent út úr enska landsliðinu í morgun eftir að þeir brutu sóttvarnarreglur með því að hitta íslenskar stelpur á Hótel Sögu, hóteli enska landsliðsins í Reykjavík.
Bæði félögin hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna málsins.
Manchester United menn segjast ætla vinna með enska knattspyrnusambandinu í þessu máli en Mason Greenwood fær ekki að vera með enska hópnum lengur ekki frekar en Phil Foden. Henry Winter segir frá þessu á Twitter-síðu sinni.
Manchester United statement saying they are liaising with the Football Association and are disappointed with the actions of Mason Greenwood over this situation." #mufc #eng
— Henry Winter (@henrywinter) September 7, 2020
„Félagið veit af fréttinni en hefur engu öðru við hana að bæta,“ sagði talsmaður Manchester United.
„Manchester United mun vinna með enska knattspyrnusambandinu í framhaldinu en hegðun Mason Greenwood í þessu máli eru félaginu vonbrigði.“
Manchester United býst þó ekki við því að leikmaðurinn þurfi að fara í sóttkví þegar hann kemur aftur til félagsins en félagið á hins vegar eftir að taka ákvörðun um það hvort hann fái leyfi til að æfa strax.
Manchester City say it is clear that Phil s actions were totally inappropriate. His behaviour not only directly contravenes strict guidelines related to Covid-19 but also falls well below the standard expected of a Manchester City player and England international. #mcfc #eng
— Henry Winter (@henrywinter) September 7, 2020
Manchester City hefur líka sent frá sér yfirlýsingu vegna Phil Foden.
„Það er ljóst að hegðun Phil í þessu máli var algjörlega óviðeigandi. Hegðun hans brýtur ekki aðeins sóttvarnarreglur tengdum Covid-19 heldur gerum við meiri kröfur á leikmann Manchester City og enska landsliðsins.“