Uppfært: Strákarnir lentu í smá veseni og geta ekki spilað Avengers.
Þegar bjarga þarf heiminum eru fáir betur til þess fallnir en strákarnir í GameTíví. Þeir hafa ákveðið að taka sér frí frá Call of Duty: Warzone og kíkja á leikinn Marvel‘s Avengers. Þar munu þeir fjórir spila fjórar ofurhetjur í og snúa bökum saman.
Heppnir áhorfendur geta unnið vinninga en streymið hefst klukkan 20:00.
Fylgjast má með strákunum í útsendingu Stöð2 eSport hér að neðan eða á Twitch.