Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:24 Nýsmituðum fjölgar ört í Bretlandi þessa dagana. Vísir/getty Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. John Edmunds, prófessor sem á sæti í neyðarráði ríkisins, segir að veiran sé nú í veldisvexti í landinu. Edmunds hefur áður sagt að bresk stjórnvöld hefðu átt að innleiða landlægar veirutakmarkanir fyrr í faraldrinum. „Við sjáum að faraldurinn er að komast á flug aftur. Þannig að ég held að við höfum ekki náð þeim góða áfanga að ná tökum á faraldrinum og leyfa efnahagslífinu að komast aftur í eðlilegt horf,“ segir Edmunds. Annar prófessor, Jonathan van Tam, segir að Bretar hafi slakað alltof mikið á sóttvörnum sínum og að fólk verði að fara að taka veiruna alvarlega að nýju. Tam benti á að enn væru fáir lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og dauðsföll sömuleiðis hlutfallslega fá. En hafa þyrfti varann á. Unga fólkið, sem nú er meirihluti smitaðra, þyrfti að vera meðvitað um að það gæti smitað mjög út frá sér. Staðfest voru 2988 smit í Bretlandi í gær og á sunnudag var svipað uppi á teningnum. Staðfest nýsmit í landinu hafa ekki verið svo mörg á einum degi síðan í lok maí. Hertar veirutaðgerðir tóku gildi víða á Bretlandseyjum nú eftir helgi. Takmarkanir á heimsóknum tóku gildi í Skotlandi og útgöngubanni verður komið á í borgarsýslunni Caerphilly í Wales síðdegis í dag. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga. 6. september 2020 23:53 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. John Edmunds, prófessor sem á sæti í neyðarráði ríkisins, segir að veiran sé nú í veldisvexti í landinu. Edmunds hefur áður sagt að bresk stjórnvöld hefðu átt að innleiða landlægar veirutakmarkanir fyrr í faraldrinum. „Við sjáum að faraldurinn er að komast á flug aftur. Þannig að ég held að við höfum ekki náð þeim góða áfanga að ná tökum á faraldrinum og leyfa efnahagslífinu að komast aftur í eðlilegt horf,“ segir Edmunds. Annar prófessor, Jonathan van Tam, segir að Bretar hafi slakað alltof mikið á sóttvörnum sínum og að fólk verði að fara að taka veiruna alvarlega að nýju. Tam benti á að enn væru fáir lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og dauðsföll sömuleiðis hlutfallslega fá. En hafa þyrfti varann á. Unga fólkið, sem nú er meirihluti smitaðra, þyrfti að vera meðvitað um að það gæti smitað mjög út frá sér. Staðfest voru 2988 smit í Bretlandi í gær og á sunnudag var svipað uppi á teningnum. Staðfest nýsmit í landinu hafa ekki verið svo mörg á einum degi síðan í lok maí. Hertar veirutaðgerðir tóku gildi víða á Bretlandseyjum nú eftir helgi. Takmarkanir á heimsóknum tóku gildi í Skotlandi og útgöngubanni verður komið á í borgarsýslunni Caerphilly í Wales síðdegis í dag.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga. 6. september 2020 23:53 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga. 6. september 2020 23:53
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29