Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2020 08:52 Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins. Getty Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið. Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið.
Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Sjá meira