Íslenski boltinn

FH vann Fylki og kom sér úr fallsæti

Vísir/Daníel Þór

FH kom sér úr fallsæti í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld með góðum 3-1 sigri á Fylki.

Phoenetia Browne hefur lyft leik FH upp á annað stig eftir komuna til liðsins í síðasta mánuði og hún kom FH yfir um miðjan fyrri hálfleik. Helena Ósk Hálfdánardóttir jók forskotið strax í kjölfarið. Bryndís Arna Níelsdóttir náði að minnka muninn fyrir Fylki á 67. mínútu en Andrea Mist Pálsdóttir innsiglaði sigur FH með marki úr víti fimm mínútum síðar. Upplýsingar um markaskorara eru af fótbolta.net.

Eftir sigurinn er FH með 12 stig og komið upp fyrir Þrótt R. og Þór/KA sem eigast við þessa stundina. Ljóst er að aðeins annað liðanna kemst upp fyrir FH og FH-ingar verða því fyrir ofan fallstrikið þegar leikjum kvöldsins lýkur. Fylkir er áfram með 19 stig í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×