Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:29 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að innlendur gjaldeyrismarkaður hafi ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Mjög hafi dregið úr veltu og verðmyndun hafi verið óskilvirk. Það sé mat bankans að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og því megi gera ráð fyrir að markaðurinn færist í eðlilegra horf þegar draga tekur úr áhrifum faraldursins. „Seðlabankinn er reiðubúinn að selja allt að 240 milljónum evra (40 ma.kr.) í reglulegum viðskiptum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka 2020. Fyrirkomulag viðskiptanna verður hliðstætt því sem áður hefur verið beitt í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Frá og með mánudeginum 14. september og til mánaðarloka mun Seðlabankinn selja viðskiptavökum 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Bankinn mun í lok hvers mánaðar tilkynna um fjárhæð og ætlaða viðskiptadaga fyrir sölu gjaldeyris í mánuðinum sem í hönd fer og mun fjárhæðin taka mið af aðstæðum á markaði. Miðað verður að því að umfang gjaldeyrissölunnar sé í samræmi við eðlilega virkni markaðarins. Seðlabankinn áskilur sér því fullan sveigjanleika til að aðlaga fjárhæð, tíðni og framkvæmd sölunnar til að tryggja skilvirkni aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Eins segir að reglubundin gjaldeyrissala hafi ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem tilefni er talið til. „Gjaldeyrisforði bankans nam 973 ma.kr. í lok ágúst 2020. Þar af nam hrein gjaldeyriseign 730 ma.kr. Fjárhæðin sem bankinn er reiðubúinn að selja það sem eftir lifir ársins er nú um 4% af gjaldeyrisforðanum og um 5½% af hreinni gjaldeyriseign bankans.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08 Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að innlendur gjaldeyrismarkaður hafi ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Mjög hafi dregið úr veltu og verðmyndun hafi verið óskilvirk. Það sé mat bankans að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og því megi gera ráð fyrir að markaðurinn færist í eðlilegra horf þegar draga tekur úr áhrifum faraldursins. „Seðlabankinn er reiðubúinn að selja allt að 240 milljónum evra (40 ma.kr.) í reglulegum viðskiptum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka 2020. Fyrirkomulag viðskiptanna verður hliðstætt því sem áður hefur verið beitt í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Frá og með mánudeginum 14. september og til mánaðarloka mun Seðlabankinn selja viðskiptavökum 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Bankinn mun í lok hvers mánaðar tilkynna um fjárhæð og ætlaða viðskiptadaga fyrir sölu gjaldeyris í mánuðinum sem í hönd fer og mun fjárhæðin taka mið af aðstæðum á markaði. Miðað verður að því að umfang gjaldeyrissölunnar sé í samræmi við eðlilega virkni markaðarins. Seðlabankinn áskilur sér því fullan sveigjanleika til að aðlaga fjárhæð, tíðni og framkvæmd sölunnar til að tryggja skilvirkni aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Eins segir að reglubundin gjaldeyrissala hafi ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem tilefni er talið til. „Gjaldeyrisforði bankans nam 973 ma.kr. í lok ágúst 2020. Þar af nam hrein gjaldeyriseign 730 ma.kr. Fjárhæðin sem bankinn er reiðubúinn að selja það sem eftir lifir ársins er nú um 4% af gjaldeyrisforðanum og um 5½% af hreinni gjaldeyriseign bankans.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08 Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08
Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26