Íslenski boltinn

„Við eigum margt ólært“

Atli Freyr Arason skrifar
Betsy Hassett er lykilmaður í liði Stjörnunnar.
Betsy Hassett er lykilmaður í liði Stjörnunnar. VÍSIR/VILHELM

Ný-Sjálendingurinn Betsy Hassett var niðurlút í viðtali eftir 3-1 tap Stjörnunar gegn Breiðabliki fyrr í kvöld.

„Mér líður ekki svo vel. Þetta var mjög erfiður leikur. Ég held að við höfum spilað ágætlega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik þá hefðum við alveg getað staðið okkur betur. Þær voru stanslaust í sókn og skoruðu tvö mörk í seinni hálfleiknum,“ sagði Betsy.

Stjarnan var inn í leiknum lengst framan af en í síðari hálfleik þá tók Breiðablik öll völd á leiknum og sigldi sigrinum heim. Betsy var spurð af hverju Blikarnir voru svona mikið betri í kvöld

„Við gáfum þeim alltof mikið pláss og þær fundu sér leiðir í gegn, hvort sem það var í gegnum miðjuna hjá okkur eða úti á kanti. Við hefðum átt að vera þéttari fyrir, tala betur saman og halda meira í boltann. Við reyndum ekki einu sinni að spila boltanum upp úr vörninni heldur spörkuðum við boltanum stanslaust langt til þeirra sem er frekar óheppilegt. Við eigum margt ólært,“ sagði reynsluboltinn Betsy Hasset sem hefur spilað yfir 100 landsleiki fyrir sína þjóð.

Næsti leikur Stjörnurnar verður þó ekkert mikið auðveldari því á sunnudaginn etja þær kappi við Íslandsmeistara Vals. Betsy er þó vongóð og telur Garðbæinga eiga möguleika.

„Næsti leikur er nýr leikur þannig við förum bara sterkar inn í það verkefni, reynum að vera jákvæðar og læra af mistökum okkar í þessum leik. Við eigum alveg tækifæri á að vinna þær,“ sagði Betsy að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×