Nýju ljósi varpað á umdeilda Eurovision-ferð Hatara Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 14:30 Klemens og Matthías stóðu í ströngu í Tel Aviv vorið 2019. Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is. RIFF Eurovision Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hatrið í leikstjórn Önnu Hildar Hildibrandsdóttur verður frumsýnd á RIFF í Bíó Paradís föstudaginn 25. september. Myndin fjallar um ferðalag hljómsveitarinnar um króka og kima Eurovision, Ísraelsríkis og Palestínu. Í myndinni er fylgst með togstreitunni og spurningunum sem vöknuðu á leiðinni og rætt við meðlimi sveitarinnar fyrir og eftir að tvö hundruð milljón manns sjá atriði þeirra í sjónvarpi. Myndin gefur raunsæja innsýn í það hvernig Hatari tókst á við þetta gríðarstóra verkefni, sem oft gekk mjög nærri þeim, og sýnir hvernig ferðalagið breytti hugsanagangi þeirra og sýn á lífið. Hatrið er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur leikstjóra. Hún söðlaði nýverið um og sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hafa starfað í tónlistarbransanum í um tvo áratugi m.a. sem framkvæmdastjóri ÚTÓN og Nordic Music Export. Klippa: Hatrið - sýnishorn Hatrið verður sýnd í flokknum Ísland í brennidepli og er meðal þeirra framsæknu og áhugaverðu kvikmynda sem þar er að finna. Það er RIFF mikill heiður að standa að frumsýningu þessarar myndar þar sem tvinnað er saman glysgjörnum heimi Eurovision við vandmeðfarnar pólitískar vangaveltur og spurningar um hlutverk listamannsins. Í framhaldinu verður myndin sýnd á fjölda kvikmyndahátíða víða um heim. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 25. september kl.18:00 og einnig á netinu í gegnum www.riff.is.
RIFF Eurovision Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira