Einu matvöruverslun Reykhólasveitar lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 15:07 Hólabúð á Reykhólum er eina matvöruverslun Reykhólahrepps. Þar hefur einnig verið rekin veitingasala. Mynd/Hólabúð. Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum: Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Eigendur Hólabúðar á Reykhólum hafa tilkynnt að versluninni verði lokað um næstu mánaðamót. Jafnframt verður rekstri veitingastaðarins 380 Restaurant hætt. Fyrir íbúa Reykhóla þýðir þetta að 50 til 60 mínútna akstur verður í næstu búð til að kaupa í matinn. „Kæru viðskiptavinir, okkur þykir það leitt að tilkynna ykkur að í kringum næstu mánaðamót, september-október, verður Hólabúð og 380 Restaurant lokað varanlega,“ segja eigendurnir, hjónin Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal, í tilkynningu sem birt er á Reykhólavefnum. Eigendur Hólabúðar og veitingastaðarins, hjónin Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, hafa ákveðið að hætta rekstrinum um næstu mánaðamót.Mynd/Hólabúð. „Þetta er bara mjög erfiður rekstur. Veturinn er það erfiður að sumarið þarf að borga niður veturinn,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Hann segir að eftir fólksfækkun í sveitinni síðustu misseri sjái þau fram á að rekstrargrundvöllur sé brostinn. „Stórar fjölskyldur hafa flutt burt. Í fyrravetur voru 75 börn í skólanum. Börnin eru 53 núna. Þessar stóru fjölskyldur sem fóru voru miklir og góðir viðskiptavinir. Þegar hver einasta fjölskylda fer, þá finnum við högg,“ segir Reynir og segir þau hjónin ætla að snúa aftur til Suðurnesja, þaðan sem þau komu fyrir fimm árum. Frá Reykhólum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Langt verður frá Reykhólum í næstu matvöruverslanir eftir lokun Hólabúðar, 58 kílómetrar til Hólmavíkur og 75 kílómetrar í Búðardal. Þau Reynir Þór og Vilborg Ása opnuðu Hólabúð í mars 2015, tveimur mánuðum eftir að eigendur fyrri matvöruverslunar í sama húsi höfðu lokað. Veitingastaðinn opnuðu þau tveimur árum síðar. Hér má sjá fréttir af verslunarmálum Reykhólasveitar fyrir fimm árum:
Reykhólahreppur Verslun Byggðamál Strandabyggð Dalabyggð Tengdar fréttir Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. 7. september 2020 10:47
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17