Guðrún Brá spilaði betur en Ólafía Þórunn í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 15:22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir sést hér á Íslandsmótinu á dögunum sem hún vann eftir góðan lokahring. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari. Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu. Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir og GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa lokið fyrsta hringnum á VP Bank Swiss Ladies Open mótinu á evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram í Golfpark Holzhäusern við Zugervatn í Sviss. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 55. sæti eftir að hafa klárað á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðrún Brá er þó bara þremur höggum frá þriðja sætinu en efst er Svisslendingurinn Kim Metraux á sex höggum undir pari. Guðrún Brá lék fyrri níu holurnar á tveimur höggum yfir pari eftir tvo skolla en byrjaði síðan seinni níu á tveimur fuglum eða á þeirri tíundu og þeirri elleftu. Það voru einu fuglar dagsins hjá Guðrúnu sem tapaði höggi á tólftu en paraði síðan sex síðustu holur hringsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 70. sæti eftir að hafa klárað á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Ólafía Þórunn fékk fleiri fugla en Guðrún Brá eða þrjá á móti tveimur en Ólafía fékk aftur á móti tvo fleiri skolla en Guðrún. Ólafía Þórunn fékk alls fimm skolla á hringnum þar af á þremur holum í röð á fyrri níu.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira