Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. september 2020 07:00 Sebastian Vettel tókst ekki ætlunarverk sitt, að verða heimsmeistari með Ferrari. vísir/getty Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil. Í fyrrakvöld tilkynnti Sergio Perez að hann myndi yfirgefa liðið eftir yfirstandandi tímabil. Vettel tilkynnti svo í gær að hann myndi koma til Aston Martin á næsta ári. Samningur Vettel er hið minnsta fleiri en eitt tímabil, því Aston Martin kynnti hann til leiks sem ökumann á næsta og komandi árum. Sergio Perez á Force India bílnum á sínum tíma. Hann hefur ekið fyrir liðið í sjö ár.vísir/getty Látinn fara frá Ferrari Vettel fékk ekki tækifæri til að endursemja við Ferrari. Samningaviðræður hefðu alla jafna staðið yfir í sumar en strax í vor tilkynnti Ferrari að liðið hefði ráðið Carlos Sainz sem arftaka Vettel, sem virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Tímabilið hjá Ferrari hefur verið afleitt og næstu helgi fer fram eitt þúsundasti kappakstur Ferrari sem liðs í Formúlu 1. Hann fer fram á Mugello brautinni á Ítalíu, braut sem er í eigu Ferrari. Allar líkur eru á því að liðið muni eiga erfitt uppdráttar þar. „Þetta er nýtt ævintýri fyrir mig með goðsagnakenndum bílaframleiðanda. Ég hef sannanlega hrifist af þeim úrslitum sem liðið hefur náð í ár og hefu trú á að framtíðin sé enn bjartari,“ sagði Vettel í tilkynningu sinni vegna vistaskiptanna. Liðsfélagi Vettel hjá Aston Martin verður Lance Stroll, sonur auðjöfursins Lawerence Stroll. Lawerence Stroll leiddi félag sem keypti Racing Point liðið um mitt ár 2018, þá verandi Force India liðið og í miðri greiðslustöðvun. Lance Stroll, ökuþór.vísir/getty Lawerence Stroll er einnig stjórnarformaður Aston Martin, eftir að hafa nýlega bjargað félaginu með því að kaupa 25% hlut í því, fyrr á þessu ári. Hluti af samningnum þar var að Racing Point yrði að Aston Martin F1 á næsta ári. „Ég óska liðinu alls hins besta og vil þeim ekkert nema gott, sérstaklega í Aston Martin verkefninu. Ég er ekki með plan B. Ég ætla mér að halda áfram að keppa í Formúlu 1, en það mun velta á hvort ég finni verkefni sem hrífur mig og fær mig til að vilja áfram gefa mig allan í alla hringi,“ sagði Perez í tilkynningu. Formúla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil. Í fyrrakvöld tilkynnti Sergio Perez að hann myndi yfirgefa liðið eftir yfirstandandi tímabil. Vettel tilkynnti svo í gær að hann myndi koma til Aston Martin á næsta ári. Samningur Vettel er hið minnsta fleiri en eitt tímabil, því Aston Martin kynnti hann til leiks sem ökumann á næsta og komandi árum. Sergio Perez á Force India bílnum á sínum tíma. Hann hefur ekið fyrir liðið í sjö ár.vísir/getty Látinn fara frá Ferrari Vettel fékk ekki tækifæri til að endursemja við Ferrari. Samningaviðræður hefðu alla jafna staðið yfir í sumar en strax í vor tilkynnti Ferrari að liðið hefði ráðið Carlos Sainz sem arftaka Vettel, sem virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Tímabilið hjá Ferrari hefur verið afleitt og næstu helgi fer fram eitt þúsundasti kappakstur Ferrari sem liðs í Formúlu 1. Hann fer fram á Mugello brautinni á Ítalíu, braut sem er í eigu Ferrari. Allar líkur eru á því að liðið muni eiga erfitt uppdráttar þar. „Þetta er nýtt ævintýri fyrir mig með goðsagnakenndum bílaframleiðanda. Ég hef sannanlega hrifist af þeim úrslitum sem liðið hefur náð í ár og hefu trú á að framtíðin sé enn bjartari,“ sagði Vettel í tilkynningu sinni vegna vistaskiptanna. Liðsfélagi Vettel hjá Aston Martin verður Lance Stroll, sonur auðjöfursins Lawerence Stroll. Lawerence Stroll leiddi félag sem keypti Racing Point liðið um mitt ár 2018, þá verandi Force India liðið og í miðri greiðslustöðvun. Lance Stroll, ökuþór.vísir/getty Lawerence Stroll er einnig stjórnarformaður Aston Martin, eftir að hafa nýlega bjargað félaginu með því að kaupa 25% hlut í því, fyrr á þessu ári. Hluti af samningnum þar var að Racing Point yrði að Aston Martin F1 á næsta ári. „Ég óska liðinu alls hins besta og vil þeim ekkert nema gott, sérstaklega í Aston Martin verkefninu. Ég er ekki með plan B. Ég ætla mér að halda áfram að keppa í Formúlu 1, en það mun velta á hvort ég finni verkefni sem hrífur mig og fær mig til að vilja áfram gefa mig allan í alla hringi,“ sagði Perez í tilkynningu.
Formúla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent