Íslenski boltinn

Sjáðu marka­súpuna á Kópa­vogs­velli, FH mörkin þrjú og dramatíkina á Hlíðar­enda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir í gær.
Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason skoruðu báðir í gær. vísir/bára

FH, KR og Valur tryggðu sér í gærkvöldi síðustu þrjú sætin í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

FH vann öruggan 3-0 sigur á Stjörnunni. Steven Lennon kom FH yfir og Ólafur Karl Finsen tvöfaldaði forystuna.

Þórir Jóhann Helgason skoraði svo þriðja mark FH úr aukaspyrnu í síðari hálfleik og þar við sat.

Klippa: FH - Stjarnan 1-0
Klippa: FH - Stjarnan 2-0
Klippa: FH - Stjarnan 3-0

Á Hlíðarenda var meiri spenna er Valur og HK mættust. Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val yfir en Bjarni Gunnarsson jafnaði á 88. mínútu.

Því þurfti að framlengja leikinn en í framlengingunni skoraði nýbakaði faðirinn Sigurður Egill Lárusson sigurmarkið.

Klippa: Valur - HK 1-0
Klippa: Valur - HK 1-1
Klippa: Valur - HK 2-1

Mörkunum rigndi á Kópavogsvelli er Breiðablik og KR mættust. Ægir Jarl Jónasson kom KR yfir og Atli Sigurjónsson tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir hlé.

Ægir Jarl kom KR í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Brynjólfur Willumsson minnkaði muninn á 69. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Kristján Flóki Finnbogason kom KR í 4-1 tæplega stundarfjórðungi síðar en annar varamaður, Stefán Ingi Sigurðarson, minnkaði aftur muninn fyrir Blika en þar við sat. Þriðja mark KR vantar í syrpuna hér að neðan.

Klippa: Breiðablik - KR 0-1
Klippa: Breiðablik - KR 0-2
Klippa: Breiðablik - KR 1-3
Klippa: Breiðablik - KR 1-4
Klippa: Breiðablik - KR 2-4

FH mun mæta ÍBV í undanúrslitunum sem hafði betur gegn Fram í síðasta mánuði og KR og Valur mætast. Undanúrslitaleikirnir fara fram í byrjun nóvember.


Tengdar fréttir

Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik

Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×