Meistararnir keppa um Ofurbikarinn við risana frá Barcelona og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 15:30 Leikmenn Baskonia fagna spænska meistaratitlinum sem þeir unnu óvænt í lok júlí. Mynd/Baskonia Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Spænski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Spænski körfuboltinn er kominn í íslenskt sjónvarp í fyrsta sinn og fyrstu beinu útsendingarnar verða um helgina þegar fer fram Ofurbikarinn á Spáni. Baskonia vann óvænt spænska meistaratitilinn í körfubolta í sumar en nú er komið að liðinu að standast ásókn stórliða Barca og Real í Ofurbikarnum. Spænski Ofurbikarinn í körfubolta er tveggja daga keppni þar sem taka þátt fjögur lið. Undanúrslitin eru á laugardegi og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudeginum. Liðin sem fá þátttökurétt eru spænsku meistararnir, spænsku bikarmeistararnir, silfurlið síðasta tímabils og svo gestgjafarnir sem eru að þessu sinni frá Iberostar Tenerife frá Kanaríeyjum. ¡La #SupercopaEndesa Tenerife 2020 ya tiene horarios! Sábado 12 de septiembre 18:30 (17:30 hora insular) TD Systems @Baskonia - @FCBbasket 21:30 (20:30 h.i.) Iberostar Tenerife @CB1939Canarias - @RMBaloncesto Domingo 13 sept. 18:30 (17:30 h.i) Final pic.twitter.com/MxfqUWid7t— Liga Endesa (@ACBCOM) August 14, 2020 Risarnir í Barcelona og Real Madrid tókst ekki að landa spænska meistaratitlinum á síðasta tímabili þrátt fyrir að vera í efstu tveimur sætum deildarinnar þegar keppni var hætt. Baskonia liðið var aftur á móti aðeins í áttunda sætinu þegar þurft að gera hlé vegna kórónuveirunnar en átti frábæra úrslitakeppni um mitt sumar. Baskonia tapaði reyndar fyrir Barcelona með sex stigum í riðlakeppni úrslitanna en nýtti sér annað tækifæri í úrslitaleiknum sem Baskonia vann 69-67. Baskonia naut góðs af því að það þurfti aðeins leik til að komast bæði í gegnum undanúrslitin og tryggja sér spænska titilinn. ¡¡ si ha sido el mejor momento del año!! @ilpupazzo33 @LucaVildoza = CAMPEONES #BaskoniaTxapeldun pic.twitter.com/lv2P5S7XgI— Saski Baskonia (@Baskonia) July 30, 2020 Nú er komið að Baskonia liðinu að standa undir nafni sem spænsku meistararnir í Ofurbikarnum. Barcelona og Real Madrid eru nefnilega bæði með í Ofurbikarnum í ár, Real sem bikarmeistari og sigurvegari Ofurbikarsins í fyrra og Barcelona sem silfurliðið á síðasta tímabili. Baskonia mætir einmitt liði Barcelona, sem Baskonia vann naumlega í úrslitaleiknum. Real Madrid spilar við heimamenn. Stöð 2 Sport 2 sýnir undanúrslitaleik Baskonia og Barcelona klukkan 16.30 á morgun og undanúrslitaleik Tenerife og Real Madrid klukkan 19.30. Úrslitaleikurinn er síðan á milli sigurvegara liðanna klukkan 16.30 á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira