Topp 5 með Inga Bauer hefst í kvöld: Sjáðu fyrsta þáttinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 14:00 Í hverjum þætti af Topp 5 fer Ingi Bauer yfir viðfangsefni tengd rafíþróttum. vísir/stöð 2 esport Þáttaröðin Topp 5 hefur göngu sína á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 í kvöld. Þættirnir eru tíu talsins en í þeim verður farið yfir topp 5 viðfangsefni sem tengjast tölvuleikjum. Þáttastjórnandi er Ingi Bauer. „Við tókum tíu viðfangsefni sem ég hafði áhuga á í sambandi við rafíþróttir. Einn þátturinn fjallar t.d. um topp 5 tekjuhæstu leiki sögunnar, annar um topp 5 áhrifamestu konur í rafíþróttum sem er geggjaður þáttur. Þetta er skemmtiþáttur sem er gaman að horfa á,“ sagði Ingi í samtali við Vísi í dag. En hvaðan er hugmyndin að þáttaröðinni komin? „Hún er unnin í samstarfi við Skjáskot. Þeir komu til mín með þessa pælingu og svo unnum við hana saman í framhaldinu,“ sagði Ingi sem hefur spilað tölvuleiki lengi. „Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikjum og oft streymt þeim en aldrei verið bestur í þeim. Áhugasviðið mitt liggur meira þarna og það var ógeðslega gaman að geta búið til svona þætti.“ Ingi kveðst spenntur fyrir þáttunum og vonast til að þeir mælist vel fyrir. „Ég er allavega mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er einn í sjónvarpsþætti. Þannig að það er skemmtilegt. En ekki að ég hafi ætlað að vera sjónvarpsmaður,“ sagði Ingi léttur að lokum. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af Topp 5. Þar yfir Ingi yfir topp 5 stærstu kortin í tölvuleikjum. Klippa: Topp 5 með Inga Bauer - 1. þáttur Rafíþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport
Þáttaröðin Topp 5 hefur göngu sína á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 í kvöld. Þættirnir eru tíu talsins en í þeim verður farið yfir topp 5 viðfangsefni sem tengjast tölvuleikjum. Þáttastjórnandi er Ingi Bauer. „Við tókum tíu viðfangsefni sem ég hafði áhuga á í sambandi við rafíþróttir. Einn þátturinn fjallar t.d. um topp 5 tekjuhæstu leiki sögunnar, annar um topp 5 áhrifamestu konur í rafíþróttum sem er geggjaður þáttur. Þetta er skemmtiþáttur sem er gaman að horfa á,“ sagði Ingi í samtali við Vísi í dag. En hvaðan er hugmyndin að þáttaröðinni komin? „Hún er unnin í samstarfi við Skjáskot. Þeir komu til mín með þessa pælingu og svo unnum við hana saman í framhaldinu,“ sagði Ingi sem hefur spilað tölvuleiki lengi. „Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikjum og oft streymt þeim en aldrei verið bestur í þeim. Áhugasviðið mitt liggur meira þarna og það var ógeðslega gaman að geta búið til svona þætti.“ Ingi kveðst spenntur fyrir þáttunum og vonast til að þeir mælist vel fyrir. „Ég er allavega mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er einn í sjónvarpsþætti. Þannig að það er skemmtilegt. En ekki að ég hafi ætlað að vera sjónvarpsmaður,“ sagði Ingi léttur að lokum. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af Topp 5. Þar yfir Ingi yfir topp 5 stærstu kortin í tölvuleikjum. Klippa: Topp 5 með Inga Bauer - 1. þáttur
Rafíþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport