John Daly með krabbamein og ætlar að taka upp heilsusamlegri lífsstíl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2020 17:30 Þegar mest lét reykti John Daly 40 sígarettur á dag. getty/Rey Del Rio John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
John Daly, sem vann tvö risamót í golfi á sínum tíma, er með krabbamein í þvagblöðru. Hann gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en segir yfirgnæfandi líkur á að krabbameinið komi aftur. Hinn 54 ára Daly verður seint sakaður um að hafa lifað heilsusamlegu líferni í gegnum tíðina. Hann reykti 40 sígarettur og drakk 28 dósir af Diet Coke á dag. Þá er hann alkahólisti. Eftir að hafa leitað til læknis vegna nýrnasteina og bakverkja greindist Daly með krabbamein. Hann ætlar að breyta um lifnaðarhætti og vonast eftir kraftaverki. „Ég ætla að drekka miklu minna af Diet Coke og reyna að hætta að reykja. Læknarnir segja að það sé ekki of seint í rassinn gripið. Því miður er þetta krabbamein sem kemur aftur,“ sagði Daly. Hann segist ekki hræðast dauðann og ætlar að halda áfram að njóta lífsins og spila golf. „Ég er enn að vinna, lifa lífinu og gera það sem ég þarf að gera. Ég tekst á við þessa áskorun. Ég er ekki smeykur. Ég vil bara að börnin mín hafi það gott sem og allir í fjölskyldunni,“ sagði Daly. Hann vann PGA-meistaramótið 1991 og Opna breska meistaramótið fjórum árum síðar. Þá hefur Daly unnið fimm mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira