Minnast Erick Morillo: „Sorglegt hvernig fór fyrir honum“ Tinni Sveinsson skrifar 11. september 2020 16:15 Tvær goðsagnir í heimi plötusnúða. Erick Morillo og Carl Cox taka sjálfu á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017. Getty/Joe Scarnici Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is PartyZone Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is
PartyZone Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira