Upplýsa þurfi konur af erlendum uppruna um tilvist Kvennaathvarfsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2020 11:24 Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu. Vísir Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“ Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Átta af tíu konum af erlendum uppruna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu og tóku þátt í rannsókn á vegum athvarfsins vissu ekki af tilvist þess eða að þær gætu leitað þangað vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra athvarfsins segir það alvarlegt og telur að upplýsa þurfi fólk af erlendum uppruna um athvarfið við komuna hingað til lands. „Þær vissu ekki að það væri athvarf og þær vissu ekki að þær gætu komið. Í einhverjum tilfellum var gerandinn búinn að segja þeim að Kvennaathvarfið væri bara fyrir konur í neyslu og konur sem væru geðveikar og nýttu sér þannig þekkingarleysi kvennanna,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, í samtali við fréttastofu. Í rannsókninni var talað við tíu konur af erlendum uppruna sem dvalið höfðu í kvennaathvarfinu á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 29. febrúar 2020. Níu þeirra voru beittar andlegum ofbeldi, átta líkamlegu ofbeldi og sjö fjárhagslegu ofbeldi. Sex þeirra áttu börn og sögðu þrjár mæðranna að ofbeldið hafi beinst beint eða óbeint að börnunum. Öll börn þessara kvenna voru með í dvöl í athvarfinu. Helmingur ofbeldismanna erlendra kvenna íslenskir Þrjár kvennanna höfðu fengið morðhótun, fjórar verið beittar kynferðislegu ofbeldi, þrjár höfðu verið teknar kyrkingartaki, þrjár orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ein hafði upplifað eltihrelli. Allir gerendurnir voru karlar og í tilfellum sex kvennanna var gerandi núverandi eiginmaður. Einn var kærasti, einn fyrrverandi kærasti, einn sambýlismaður og einn var fyrrverandi sambýlismaður. Fimm gerendanna voru af íslenskum uppruna og fimm af erlendum. „Af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað kerfi þegar fólk kemur hingað til lands að það þurfi að fræðast um úrræðin sem eru í boði og hvað megi og megi ekki hér á landi. Þetta væri svo mikil forvörn,“ segir Drífa. Hún segir eðlilegt að upplýsa fólk af erlendum uppruna um það sem tíðkast hér á landi. Það sé ekki sjálfgefið að fólk viti hvað megi og megi ekki hér. „Fólk af erlendum uppruna hefur sína menningu og viðhorf og það verður að taka tillit til þess þegar fólk kemur hingað og segja þeim að hér séu mögulega önnur viðhorf.“
Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30 Afhentu Kvennaathvarfinu yfir 1,4 milljón til baráttunnar gegn heimilisofbeldi 10. júní 2020 15:00 Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Stór hluti barna af erlendum uppruna orðið fyrir ofbeldi alla ævi Stór hluti barna af erlendum uppruna sem dvalið hefur í Kvennaathvarfinu undanfarin tæp tvö ár hefur orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á heimili sínu, flest alla sína ævi. Þá er félagsleg staða þeirra slæm samkvæmt rannsókn athvarfsins. 11. september 2020 21:30
Opna kvennaathvarf á Akureyri síðar í mánuðinum Athvarf fyrir konur og börn þeirra sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis og mun opna á Akureyri síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 12:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent