„Var mikið ein, leið illa en þessi leikur bjargaði lífi mínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 10:00 Leikkonan vinsæla Aldís Amah Hamilton varð fyrir innblæstri af tölvuleiknum Mass Effect sem átti eftir að breyta lífi hennar. Aldís Amah hefur verið einn af gestunum í tölvuleiknum Talað um tölvuleiki sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 eSports undanfarnar vikur. Hún sagði frá því hvernig tölvuleikurinn Mass Effect breytti lífi hennar en þá var hún stödd í Noregi, skráð í kínverska viðskiptafræði áður en stefnan breyttist. „Ég bjó í Noregi og var mikið ein. Mér leið illa og þessi leikur bjargaði lífi mínu. Ég veit að það eru margir sem eiga við vandamál og flýja raunveruleikann og spila tölvuleiki,“ sagði Aldís og hélt áfram. „Tölvuleikir hafa gefið mér ótrúlega mikið og sérstaklega þegar ég var á erfiðum stað í lífi mínu. Mass effect er mjög nálægt mér í hjartanu,“ sagði Aldís. „Ég var að búa karakterinn til og karakter sem lítur ekkert út eins og ég. Ég prófaði svo að gera karakter eins og ég lít út. Það er ekki hægt að hafa krullur en það var hægt að hafa snúð, dökkt hár og svona.“ Hún segir að þetta hafi látið hugann fara á fleygiferð og útkoman var að hún skráði sig í leiklistaprufur í Leiklistarháskóla Íslands. „Þetta fékk mig til að hugsa. Ég var að heyra út undan mér leiklistarprufur og eitthvað svona. Ég var greinilega afurðin að hafa ekki séð neinn eins og mig og geta sett manneskju eins og mig í hetjuna. Það þarf að breyta því.“ „Ég fer í þessar prufur og boltinn fer að rúlla og segi í lokaviðtalinu í LHÍ að ég var að spila tölvuleik og varð fyrir innblæstri. Hér er ég! Mér þykir svo vænt um Mass Effect,“ sagði Aldís glöð í bragði. Þátturinn talað um tölvuleiki er á dagskrá Stöðvar 2 eSports á sunnudögum klukan 17.40. Klippa: Talað um tölvuleiki - Aldís um Mass Effect Rafíþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Leikkonan vinsæla Aldís Amah Hamilton varð fyrir innblæstri af tölvuleiknum Mass Effect sem átti eftir að breyta lífi hennar. Aldís Amah hefur verið einn af gestunum í tölvuleiknum Talað um tölvuleiki sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 eSports undanfarnar vikur. Hún sagði frá því hvernig tölvuleikurinn Mass Effect breytti lífi hennar en þá var hún stödd í Noregi, skráð í kínverska viðskiptafræði áður en stefnan breyttist. „Ég bjó í Noregi og var mikið ein. Mér leið illa og þessi leikur bjargaði lífi mínu. Ég veit að það eru margir sem eiga við vandamál og flýja raunveruleikann og spila tölvuleiki,“ sagði Aldís og hélt áfram. „Tölvuleikir hafa gefið mér ótrúlega mikið og sérstaklega þegar ég var á erfiðum stað í lífi mínu. Mass effect er mjög nálægt mér í hjartanu,“ sagði Aldís. „Ég var að búa karakterinn til og karakter sem lítur ekkert út eins og ég. Ég prófaði svo að gera karakter eins og ég lít út. Það er ekki hægt að hafa krullur en það var hægt að hafa snúð, dökkt hár og svona.“ Hún segir að þetta hafi látið hugann fara á fleygiferð og útkoman var að hún skráði sig í leiklistaprufur í Leiklistarháskóla Íslands. „Þetta fékk mig til að hugsa. Ég var að heyra út undan mér leiklistarprufur og eitthvað svona. Ég var greinilega afurðin að hafa ekki séð neinn eins og mig og geta sett manneskju eins og mig í hetjuna. Það þarf að breyta því.“ „Ég fer í þessar prufur og boltinn fer að rúlla og segi í lokaviðtalinu í LHÍ að ég var að spila tölvuleik og varð fyrir innblæstri. Hér er ég! Mér þykir svo vænt um Mass Effect,“ sagði Aldís glöð í bragði. Þátturinn talað um tölvuleiki er á dagskrá Stöðvar 2 eSports á sunnudögum klukan 17.40. Klippa: Talað um tölvuleiki - Aldís um Mass Effect
Rafíþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti