Íslenski boltinn

Betsy: Gott að fá smá frí

Atli Freyr Arason skrifar
Betsy Hassett er lykilmaður í liði Stjörnunnar.
Betsy Hassett er lykilmaður í liði Stjörnunnar. VÍSIR/VILHELM

Ný-Sjálendingurinn Betsy Hassett var skiljanlega vonsvikin í leikslok eftir að hafa tapað með þremur mörkum gegn engu á heimavelli á móti Val í Pepsi Max deildinni fyrr í dag.

„Við vorum ekki nógu grimmar í dag. Við gerðum vel í því að spila úr vörninni á tímabili en við gerðum alls ekki nóg á síðasta þriðjungi í dag. Það var svekkjandi,“ sagði Betsy í viðtali eftir leik.

Betsy kennir klaufalegum mistökum um mörkin sem Stjarnan fékk á sig í dag.

„Við töpuðum einbeitingunni. Við þurfum að passa upp á einbeitinguna og reyna að fækka mistökum en Valur var betra liðið í dag og á þetta skilið,“ sagði Betsy aðspurð um mörkin sem Stjarnan hleypti inn.

Betsy hefur spilað 119 landleiki fyrir Nýja-Sjáland en hennar þjóð mun þó ekki taka þátt í landsleikjahléinu sem framundan er vegna Covid-19 takmarkanna. Betsy telur að fríið næstu helgi verði kærkomið.

„Það verður gott að fá smá frí. Það er langt frá síðasta fríi og það verður fínt að fá smá frí og koma fersk inn í síðustu fjóra leiki tímabilsins,“ sagði Betsy að lokum spennt fyrir smá hvíld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×