Risastór ísjaki hefur brotnað frá stærstu íshellu norðurskautsins, sem kölluð er 79N eða Nioghalfjerdsfjorden, á norðausturströnd Grænlands.
Ísjakinn sem brotnaði af er um 110 ferkílómetrar og hefur þegar brotnað í fjölmarga smærri ísjaka.
Sérfræðingar segja atvikið enn eina sönnunina á þeim hröðu loftslagsbreytingum sem nú gangi yfir Grænland og nágrenni.
Dr. Jenny Turton segir í samtali við breska ríkisútvarpið að lofthitinn við Grænland hafi hækkað um þrjár gráður frá árinu 1980 auk þess sem hitamet um sumar hafa verið slegin 2019 og 2020.
Nioghalfjerdsfjorden er um áttatíu kílómetra langur og tuttugu kílómetra að breidd.