Tenet-tilraunin í BNA dæmd misheppnuð og Wonder Woman seinkað Heiðar Sumarliðason skrifar 14. september 2020 14:54 Útgáfu Wonder Woman 1984 hefur verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros. gerði tilraun í miðju Covid-fári og setti Tenet, nýjustu kvikmynd Christophers Nolans, í bandarísk kvikmyndahús, þó svo að stærstu markaðssvæðin þar í landi væru enn lokuð. Eftir tíu sýningardaga hafa komið 29,5 milljónir dollara í kassann, í tæplega 3000 bíósölum. Um síðastliðna helgi keyptu Bandaríkjamenn miða á myndina fyrir 6,7 milljón dollara, sem þýðir að hver sýningarsalur tók inn tæplega 2400 dollara. Til samanburðar græddi Dunkirk, síðasta kvikmynd Nolans, 26,6 milljón dollara sína aðra helgi, með 7100 dollara innkomu að meðaltali á hvern bíósal. Miðað við ástandið í Bandaríkjunum mætti áætla þetta hina fínustu innkomu fyrir Tenet, en þar sem Warner Bros. hafa ákveðið að fresta útgáfu Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum til jóla, má ætla að þeim þyki Tenet-tilraunin misheppnuð. Frestunin á Wonder Woman 1984 snýr ekki aðeins að útgáfu í Bandaríkjunum, því hún nær til alls heimsins. Imdb.com segir hana koma út annan í jólum á Íslandi. John David Washington og Robert Pattison, sem gárungarnir eru farnir að kalla brósa í bullinu. Samkvæmt áætlunum kvikmyndavefritsins Indiewire.com er líklegt að Tenet endi á að hala inn um 300 milljónir dollara í miðasölu um heim allan. Sú upphæð er lægri en kostnaður kvikmyndaversins vegna framleiðslu og kynningar á myndinni. Ofan á þá tölu mun bætast innkoma af VOD-útgáfu myndarinnar. Því er ekki öll nótt úti enn og myndin gæti náð upp í kostnað. Allt í lagi, en ekki nógu gott Þetta hefur æðsta fólki hjá Warner sjálfsagt ekki þótt nóg og Wonder Woman 1984 því seinkað. Önnur kvikmynd sem kom út í skugga Covid var The New Mutants frá 20th Century Studios (áður 20th Century Fox), hefur ekki heldur gengið sem skyldi. Hún er angi af X-Men-heiminum, sem hingað til hefur skilað dollurum í kassann, en gengi hennar í Bandaríkjunum og annarsstaðar í heiminum er mun verra en Tenet. Reyndar hafa dómar gagnrýnenda og einkunnir áhorfenda verið mjög lélegar, því þarf aðsóknin ekki að koma á óvart. Næsta væntanlega kvikmyndin sem mætti kalla „stórmynd“ er teiknimyndin Connected frá Sony Pictures, en hún á að koma út um heim allan þann 23. október. Því er útlit fyrir að næsti mánuður geti orði þungur hjá kvikmyndahúsunum. Hins vegar hefst RIFF í lok mánaðar, því verður nóg af gæðamyndum í Bíó Paradís og Norræna húsinu. Dagskrá RIFF verður kynnt á fimmtudag. Einnig má benda á að Sambíóin hyggjast frumsýna Jude Law-myndina The Nest 25. september, en hún hefur hlotið jákvæða dóma bandarískra gagnrýnenda. Terrence Malick-myndin A Hidden Life var svo frumsýnd síðast liðinn föstudag, því er af nægu að taka fyrir unnendur listrænni kvikmynda. Enn sem komið er tekur þessi dagsetning á móti fólki á heimasíðu teiknimyndarinnar Connected. Universal gugnaði hins vegar með útgáfu hrollvekjunnar Candyman og seinkaði til ársins 2021. Marvel-myndin Black Widow er enn með settan útgáfudag 30. október hér á landi, og víðar. Útgáfudagur Bond-myndarinnar No Time To Die stendur enn óhaggaður 20. nóvember og Warner Bros-myndin Dune stendur enn keik með útgáfudag viku fyrir jól. Nýr þáttur af Stjörnubíói var að koma á vefinn, bæði hér á Vísi og í hlaðvarpi. Stjörnubíó Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros. gerði tilraun í miðju Covid-fári og setti Tenet, nýjustu kvikmynd Christophers Nolans, í bandarísk kvikmyndahús, þó svo að stærstu markaðssvæðin þar í landi væru enn lokuð. Eftir tíu sýningardaga hafa komið 29,5 milljónir dollara í kassann, í tæplega 3000 bíósölum. Um síðastliðna helgi keyptu Bandaríkjamenn miða á myndina fyrir 6,7 milljón dollara, sem þýðir að hver sýningarsalur tók inn tæplega 2400 dollara. Til samanburðar græddi Dunkirk, síðasta kvikmynd Nolans, 26,6 milljón dollara sína aðra helgi, með 7100 dollara innkomu að meðaltali á hvern bíósal. Miðað við ástandið í Bandaríkjunum mætti áætla þetta hina fínustu innkomu fyrir Tenet, en þar sem Warner Bros. hafa ákveðið að fresta útgáfu Wonder Woman 1984 í Bandaríkjunum til jóla, má ætla að þeim þyki Tenet-tilraunin misheppnuð. Frestunin á Wonder Woman 1984 snýr ekki aðeins að útgáfu í Bandaríkjunum, því hún nær til alls heimsins. Imdb.com segir hana koma út annan í jólum á Íslandi. John David Washington og Robert Pattison, sem gárungarnir eru farnir að kalla brósa í bullinu. Samkvæmt áætlunum kvikmyndavefritsins Indiewire.com er líklegt að Tenet endi á að hala inn um 300 milljónir dollara í miðasölu um heim allan. Sú upphæð er lægri en kostnaður kvikmyndaversins vegna framleiðslu og kynningar á myndinni. Ofan á þá tölu mun bætast innkoma af VOD-útgáfu myndarinnar. Því er ekki öll nótt úti enn og myndin gæti náð upp í kostnað. Allt í lagi, en ekki nógu gott Þetta hefur æðsta fólki hjá Warner sjálfsagt ekki þótt nóg og Wonder Woman 1984 því seinkað. Önnur kvikmynd sem kom út í skugga Covid var The New Mutants frá 20th Century Studios (áður 20th Century Fox), hefur ekki heldur gengið sem skyldi. Hún er angi af X-Men-heiminum, sem hingað til hefur skilað dollurum í kassann, en gengi hennar í Bandaríkjunum og annarsstaðar í heiminum er mun verra en Tenet. Reyndar hafa dómar gagnrýnenda og einkunnir áhorfenda verið mjög lélegar, því þarf aðsóknin ekki að koma á óvart. Næsta væntanlega kvikmyndin sem mætti kalla „stórmynd“ er teiknimyndin Connected frá Sony Pictures, en hún á að koma út um heim allan þann 23. október. Því er útlit fyrir að næsti mánuður geti orði þungur hjá kvikmyndahúsunum. Hins vegar hefst RIFF í lok mánaðar, því verður nóg af gæðamyndum í Bíó Paradís og Norræna húsinu. Dagskrá RIFF verður kynnt á fimmtudag. Einnig má benda á að Sambíóin hyggjast frumsýna Jude Law-myndina The Nest 25. september, en hún hefur hlotið jákvæða dóma bandarískra gagnrýnenda. Terrence Malick-myndin A Hidden Life var svo frumsýnd síðast liðinn föstudag, því er af nægu að taka fyrir unnendur listrænni kvikmynda. Enn sem komið er tekur þessi dagsetning á móti fólki á heimasíðu teiknimyndarinnar Connected. Universal gugnaði hins vegar með útgáfu hrollvekjunnar Candyman og seinkaði til ársins 2021. Marvel-myndin Black Widow er enn með settan útgáfudag 30. október hér á landi, og víðar. Útgáfudagur Bond-myndarinnar No Time To Die stendur enn óhaggaður 20. nóvember og Warner Bros-myndin Dune stendur enn keik með útgáfudag viku fyrir jól. Nýr þáttur af Stjörnubíói var að koma á vefinn, bæði hér á Vísi og í hlaðvarpi.
Stjörnubíó Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira