Fagnaði óvæntum sigri sínum á ANA með því að stökkva út í tjörnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 15:00 Mirim Lee fagnar sigri sínum með kylfusveinunum Matt Gelczis en þau hoppuðu bæði út í tjörnina. Getty/Christian Petersen Mirim Lee vann sitt fyrsta risamót um helgina þegar hún tryggði sér sigur á ANA Inspiration risamótinu en úrslitin réðust í þriggja manna umspili. Hin 29 ára gamla Mirim Lee er frá Suður-Kóreu. Sigur hennar er mjög óvæntur enda ekki í hópi bestu kylfinga heims. Mirim Lee náði sem dæmi ekki niðurskurðinum á þessu sama móti í fyrra en besti árangur hennar á risamóti fyrir helgina var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2016. Mirim Lee records dramatic victory in three-way play-off at ANA Inspiration https://t.co/eqywF1dZXp— Guardian sport (@guardian_sport) September 14, 2020 Mirim Lee var bara í 94. sæti á heimslistanum fyrir mótið en mun eflaust hækka sig talsvert á listanum núna. Hún fékk líka 465 þúsund Bandaríkjadali fyrir sigurinn eða tæpar 63 milljónir króna. Nelly Korda og Brooke Henderson voru efstar fyrir lokadaginn og flestir bjuggust við því að þetta yrði einvígi á milli þeirra í lokin. Mirim Lee var tveimur höggum á eftir þeim fyrir síðasta daginn en tókst að tryggja sér umspil með því að spila á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Take a bow, Mirim Lee pic.twitter.com/LTSz8oRXKF— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Mirim Lee tryggði sér síðan sigurinn með því að fá fugl á fyrstu umspilsholunni en það var spilað eftir bráðabanareglum. Mirim Lee lék átjándu holuna á fjórum höggum en hinar tvær spiluðu hana á fimm höggum. „Ég talaði við vini mína heim fyrir umspilið. Þau sögðu mér að láta vaða og koma heim sem fyrst,“ sagði Mirim Lee með hjálp túlks. „Það er svolítið klikkað að ég hafi unnið,“ sagði Mirim Lee. Hún fagnaði sigrinum með því að hoppa út í tjörnina við átjándu holuna. Tilþrifin voru þó mun meiri hjá kylfusveinunum hennar eins og sjá má hér fyrir neðan. How about this belly flop from Mirim Lee s caddie? pic.twitter.com/O0TZeaCICq— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mirim Lee vann sitt fyrsta risamót um helgina þegar hún tryggði sér sigur á ANA Inspiration risamótinu en úrslitin réðust í þriggja manna umspili. Hin 29 ára gamla Mirim Lee er frá Suður-Kóreu. Sigur hennar er mjög óvæntur enda ekki í hópi bestu kylfinga heims. Mirim Lee náði sem dæmi ekki niðurskurðinum á þessu sama móti í fyrra en besti árangur hennar á risamóti fyrir helgina var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2016. Mirim Lee records dramatic victory in three-way play-off at ANA Inspiration https://t.co/eqywF1dZXp— Guardian sport (@guardian_sport) September 14, 2020 Mirim Lee var bara í 94. sæti á heimslistanum fyrir mótið en mun eflaust hækka sig talsvert á listanum núna. Hún fékk líka 465 þúsund Bandaríkjadali fyrir sigurinn eða tæpar 63 milljónir króna. Nelly Korda og Brooke Henderson voru efstar fyrir lokadaginn og flestir bjuggust við því að þetta yrði einvígi á milli þeirra í lokin. Mirim Lee var tveimur höggum á eftir þeim fyrir síðasta daginn en tókst að tryggja sér umspil með því að spila á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Take a bow, Mirim Lee pic.twitter.com/LTSz8oRXKF— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Mirim Lee tryggði sér síðan sigurinn með því að fá fugl á fyrstu umspilsholunni en það var spilað eftir bráðabanareglum. Mirim Lee lék átjándu holuna á fjórum höggum en hinar tvær spiluðu hana á fimm höggum. „Ég talaði við vini mína heim fyrir umspilið. Þau sögðu mér að láta vaða og koma heim sem fyrst,“ sagði Mirim Lee með hjálp túlks. „Það er svolítið klikkað að ég hafi unnið,“ sagði Mirim Lee. Hún fagnaði sigrinum með því að hoppa út í tjörnina við átjándu holuna. Tilþrifin voru þó mun meiri hjá kylfusveinunum hennar eins og sjá má hér fyrir neðan. How about this belly flop from Mirim Lee s caddie? pic.twitter.com/O0TZeaCICq— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira