„Alvarlegt brot“ á siðareglum að nafngreina Andreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 13:51 Skjáskot af frétt Fótbolta.net. Skjáskot Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42