Varahéraðssaksóknari og lögreglustjóri Vesturlands vilja á Suðurnesin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 19:16 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er á meðal umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson Lögreglan Vistaskipti Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vesturlandi, eru á meðal fimm umsækjenda um stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum. Þá er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins einnig á meðal umsækjenda um stöðuna á Suðurnesjum. Sex manns sækjast síðan eftir stöðu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, meðal annars þau Arndís Bára Ingimarsdóttir, sem nú er settur lögreglustjóri í Eyjum, og Grímur Hergeirsson sem var um tíma skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi. Greint er frá umsækjendunum á vef dómsmálaráðuneytisins. Í sumar var greint frá ólgu innan lögreglunnar á Suðurnesjum sem tengdist störfum þáverandi lögreglustjóra, Ólafs Helga Kjartanssonar. Þannig greindi Vísir frá því að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn Ólafi Helga og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga og hópur yfirmanna jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar greindu svo frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefði boðið Ólafi að taka við stöðu lögreglustjórans í Eyjum en það mætti mótstöðu í bæjarfélaginu, meðal annars frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra. Var kallað eftir því að staðan yrði auglýst. Að lokum fór það svo að Ólafur Helgi var fluttur yfir í dómsmálaráðuneytið þar sem hann starfar sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Stöður lögreglustjóranna á Suðurnesjum og í Eyjum voru svo auglýstar og rann umsóknarfrestur út í gær. Umsækjendurnir eru eftirfarandi: Umsækjendur um embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum: Daniel Johnson Hulda Elsa Björgvinsdóttir Kolbrún Benediktsdóttir Súsanna Björg Fróðadóttir Úlfar Lúðvíksson Umsækjendur um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum: Arndís Bára Ingimarsdóttir Daníel Johnson Grímur Hergeirsson Helgi Jensson Kristmundur Stefán Einarsson Logi Kjartansson
Lögreglan Vistaskipti Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira