Íslenski boltinn

„Ég bíð og bíð eftir þessum leik“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir fór á kostum í fyrri leik Breiðabliks og Vals.
Sveindís Jane Jónsdóttir fór á kostum í fyrri leik Breiðabliks og Vals. Vísir/Daníel Þór

Annað árið í röð keppa Breiðablik og Valur um sigurinn en hafa í raun skipt um hlutverk. Í fyrrasumar skoruðu Valskonur miklu fleiri mörk en í ár eru það Blikarkonur sem skora miklu meira.

Það er orðið nokkuð klárt að úrslit Íslandsmótsins munu ráðast í seinni leik Vals og Breiðabliks sem fer fram á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara á Hlíðarenda.

„Ég er svolítið að bíða eftir leiknum á Valsvelli,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónvarmaður Pepsi Max marka kvenna, þegar þær tóku fyrir gíðarlega mikinn mun á markatölum liðanna. Blikkonur hafa skora 21 marki meira en Valur og það þrátt fyrir að vera búnar að spila leik færra.

„Ég bíð og bíð af því að þetta verður mjög líklega úrslitaleikurinn,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Leikurinn á að fara fram 30. september næstkomandi.

„Þá skiptir þessi markatala bara engu,“ sagði Helena Ólafsdóttir og beindi orðum sínum til Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur.

„Bara ekki einu einasta. Breiðablik hefur það samt með sér að það dugar þeim að gera jafntefli ef við miðum að þetta sé úrslitaleikur,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna.

„Það gæti verið gott fyrir Breiðablik því það fór þannig í fyrra þegar báðir innbyrðis leikirnir enduðu með jafntefli. Þessi markatala gefur þeim ekki neitt er að þær klári ekki þann leik,“ sagði Bára.

Helena spurði sérfræðinga sína hvort Blikaliðið væri besta sóknarliðið sem við eigum í dag.

„Hundrað prósent,“ var Bára snögg að svara. „Sóknarleikurinn er skipulagðari og virkar betur,“ sagði Bára.

„Það eru kannski einn, tveir, þrír í Val sem eru góðir sóknarmenn líka en liðið Breiðablik miklu betra í heildina,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir.

Það má sjá þær ræða markatöluna og sóknarleik liðanna í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Umfjöllun um sóknarleik Blika



Fleiri fréttir

Sjá meira


×