„Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 13:03 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/VIlhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05