Guðrún Brá á undir pari í Prag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 13:16 Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að spila í Evrópu þessa dagana. Mynd/GSÍmyndir/SETH Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ofarlega eftir fyrsta daginn á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Guðrún Brá fékk þrjá fugla á hringnum. Guðrún Brá fékk skolla á annarri og níundu holu en fékk fugla á tveimur holum í röð á fyrri níu (fjórðu og fimmtu) og svo á þeirri þrettándu. Guðrún Brá er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu. Finninn Tiia Koivisto og Svíinn Sarah Nilsson eru báðar á fjórum höggum undir pari. Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss. Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Keiliskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ofarlega eftir fyrsta daginn á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fram fer í Prag í Tékklandi. Amundi Czech Ladies Challenge mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er í öðrum styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Hún er eins og er í áttunda sæti. Guðrún Brá fékk þrjá fugla á hringnum. Guðrún Brá fékk skolla á annarri og níundu holu en fékk fugla á tveimur holum í röð á fyrri níu (fjórðu og fimmtu) og svo á þeirri þrettándu. Guðrún Brá er fjórum höggum á eftir hinni slóvensku Pia Babnik sem er í efsta sætinu. Finninn Tiia Koivisto og Svíinn Sarah Nilsson eru báðar á fjórum höggum undir pari. Guðrún Brá náði sínum besta árangri á þessari mótaröð á Flumserberg mótinu sem fram fór í byrjun september. Þar endaði hún í 14. sæti. Keppnishaldið á LET Access mótaröðinni hefur farið mikið úr skorðum á þessu ári vegna Covid-19. Guðrún Brá hefur leikið á einu móti á þessu ári á þessari mótaröð og er hún í 13. sæti á stigalistanum. Dagana 23.-25. september mun Guðrún Brá keppa á ný á LET Access mótaröðinni á Lavaux Ladies Open sem fram fer í Sviss.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira