Tveir nemendur við HR smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2020 16:46 Á fjórða þúsund hafa stundað nám við HR árlega undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24