„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. september 2020 18:23 Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. Alls hafa fimm starfsmenn á háskólasvæðinu greinst með kórónuveiruna og er það til skoðunar að sögn rektors að fara mögulega meira í rafræna kennslu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Sjálfur fór Jón Atli í sóttkví í liðinni viku vegna smits hjá starfsmanni í aðalbyggingu háskólans en hann losnaði úr sóttkví í dag eftir að hafa greinst neikvæður í skimun á 7. degi. Aðspurður hvernig skólinn hyggst bregðast við smitunum segir Jón Atli megináhersluna á almennar sóttvarnir. „Og að fólk haldi fjarlægðartakmörkunum og þess háttar en síðan erum við að fara yfir ýmislegt, eins og til að mynda þrif, fyrirkomulag kennslunnar og það gæti verið að við þyrftum þá að huga meira að rafrænni kennslu frekar en staðnámi. En við byrjuðum á því núna í upphafi haustsins að segja að rafræn kennsla yrði lögð til grundvallar í háskólanum svo við erum ekki illa í stakk búin að fara þá meira þangað vegna þess að kennararnir vita af því,“ sagði Jón Atli í samtali við fréttastofu nú síðdegis. Ekki óyfirstíganlegt verkefni að fara meira í rafræna kennslu Hann segir að það þurfi að fara yfir það hvort nauðsynlegt sé að taka skref til baka í þeim fögum þar sem nemendur hafa verið að mæta í skólann. „Við erum með fund í neyðarstjórn Háskólans í fyrramálið og þá munum við væntanlega fjalla um þetta. Háskóli Íslands er svo stór stofnun og þetta er svo flókin starfsemi að það þarf aðeins bara að fara yfir það áður en við tökum ákvarðanir. En úr því að við lögðum upp með þetta í upphafi að vera með rafræna kennslu þá er verkefnið ekkert óyfirstíganlegt að slaka aðeins á til baka. En ég vil nefna líka að við erum með verklega kennslu og umræðutíma og við þurfum að huga sérstaklega að því hvernig við leysum þau mál.“ Íslensk erfðagreining hefur boðist til þess að skima starfsfólk og nemendur HÍ fyrir veirunni endurgjaldslaust og hvetur Jón Atli fólk eindregið til þess að fara í skimun. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að komast yfir þetta, við skulum ekkert fara á taugum, en það er mikilvægt að við náum utan vandann,“ segir hann. En nemendur geta þá í einhverjum tilvikum þurft að búa sig undir það að læra við tölvuna heima? „Það hefur talsvert mikið verið þannig og við bara höldum því þá áfram. Það verður kannski í meira mæli en áður en eins og ég segi, við þurfum bara að fara yfir þetta með forsetum fræðasviða og síðan með deildunum, það eru einstakir kennarar sem síðan framkvæma þetta en við munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Klippa: Viðtal við Jón Atla Benediktsson, rektor HÍ, vegna fimm smita sem upp eru komin í skólanum
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira