Sunnlendingar hafa eignast sína eigin Sinfóníuhljómsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2020 19:30 Ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands kom fram í fyrsta skipti í dag og spilaði þá á þrennum tónleikum fyrir grunnskólabörn í Árnessýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með. Ölfus Menning Tónlist Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Merk tímamót voru á Suðurlandi í dag en þá kom ný stofnuð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fram í fyrsta sinn opinberlega og spilaði á þrennum tónleikum. Tilgangur hljómsveitarinnar er meðal annars að auðga menningarlíf á Suðurland. Börn úr Grunnskóla Þorlákshafnar steymtu í Þorlákskirkju í morgun þar sem fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fóru fram. Síðan fór hljómsveitin og spilaði fyrir börn í Grunnskóla Hveragerðis og loks voru haldnir tónleikar í Aratungu fyrir börn úr uppsveitum Árnessýslu. Það þótti vel við hæfi að fyrsta lag hljómsveitarinnar væri James Bond lag. Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri sveitarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. 14 hljóðfæraleikarar eru í sveitinni, allt Sunnlendingar. Hljómsveitarstjórinn, Guðmundur Óli Gunnarsson býr á Selfossi en starfaði að uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá stofnun hennar í 23 ár og byggir starfi nýju hljómsveitarinnar á þeirri reynslu sinni. „Nú svo eru náttúrulega áform um að halda fleiri tónleik, margvíslega tónleika og smala saman þeim hæfileikum og mannauði, sem er hér til staðar á Suðurlandi á meðal tónlistarmanna og sjá hvernig okkur gengur að byggja upp reglulega starfsemi klassískrar hljómsveitar hér á svæðinu,“ segir Guðmundur Óli. Krakkarnir fengu kynningu á einstökum hljóðfærum sveitarinnar, sem þeim fannst mjög gaman, ekki síst að heyra móturhjólahljóðin í básúnunni. En er ekki krefjandi að stjórna svona Sinfóníuhljómsveit? „Nei, iss, það geta allir gert þetta því þetta er bara eins og allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt,“ segir Guðmundur Óli og hlær. Í lok tónleikanna spilaði hljómsveitin Á sprengisandi og skólakrakkarnir og kennararnir stóðu upp og sungu með.
Ölfus Menning Tónlist Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira