Aðalsteinn endurvekur vöffluhefðina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. september 2020 21:00 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, bauð upp á vöfflur við undirritun samninganna í dag. Vísir/Sigurjón Vöffluilmur var í Karphúsinu í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stóð vaktina og bakaði vöfflur í tilefni þess að samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkissins skrifuðu undir kjarasamninga eftir langar viðræður. Vöfflubakstur var órjúfanlegur þáttur undirritunar kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í tugi ára. Fyrir um tveimur árum var hefðin hins vegar rofin og sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þáverandi ríkissáttasemjari, að starfskraftar embættisins væru betur nýttir með öðrum hætti en vöfflubakstri. Aðalsteinn, sem tók við embættinu í byrjun þessa árs, telur hins vegar vera við hæfi að ljúka samningaviðræðum á jákvæðum nótum. „Mér finnst þetta falleg og góð hefð. Ég held að það sé mjög vel viðeigandi að setjast niður í vöfflur eftir erfiða samningalotu. Svo kemur huggulegur ilmur í húsið og gleði í loftið," sagði Aðalsteinn í dag. Vöfflujárnið verði því sennilega áfram til taks. „Ef menn standa sig, vinna vel saman og klára samninga fá þeir vöfflur. Kannski verð ég með vegan vöfflur líka," segir Aðalsteinn. Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Vöffluilmur var í Karphúsinu í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stóð vaktina og bakaði vöfflur í tilefni þess að samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkissins skrifuðu undir kjarasamninga eftir langar viðræður. Vöfflubakstur var órjúfanlegur þáttur undirritunar kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í tugi ára. Fyrir um tveimur árum var hefðin hins vegar rofin og sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þáverandi ríkissáttasemjari, að starfskraftar embættisins væru betur nýttir með öðrum hætti en vöfflubakstri. Aðalsteinn, sem tók við embættinu í byrjun þessa árs, telur hins vegar vera við hæfi að ljúka samningaviðræðum á jákvæðum nótum. „Mér finnst þetta falleg og góð hefð. Ég held að það sé mjög vel viðeigandi að setjast niður í vöfflur eftir erfiða samningalotu. Svo kemur huggulegur ilmur í húsið og gleði í loftið," sagði Aðalsteinn í dag. Vöfflujárnið verði því sennilega áfram til taks. „Ef menn standa sig, vinna vel saman og klára samninga fá þeir vöfflur. Kannski verð ég með vegan vöfflur líka," segir Aðalsteinn.
Kjaramál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira