Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 21:35 Maria Kolesnikova er ein þeirra kvenna sem bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó. Vísir/AP Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06