Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 21:35 Maria Kolesnikova er ein þeirra kvenna sem bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó. Vísir/AP Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Kolesnikova er ein þriggja kvenna sem tóku höndum saman í baráttunni gegn Alexander Lúkasjenkó forseta í forsetakosningunum í landinu í ágúst síðastliðnum. Greint er frá ákærunni á vef breska ríkisútvarpsins. Mikil mótmæli brutust út í landinu í kjölfar kosninganna en úrslitum þeirra hefur verið harðlega mótmælt. Lúkasjenkó, sem oft er kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik en samkvæmt opinberum tölum á hann að hafa hlotið um áttatíu prósent atkvæða. Hann hefur setið á forsetastóli í 26 ár og er sá eini sem hefur gegnt embættinu frá því að landið varð sjálfstætt. Kolesnikova var sú eina í hópi kvennanna sem flúði ekki land í kjölfar kosninganna. Er hún sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi en greint var frá því í síðustu viku að hún væri í haldi landamæravarða eftir að hafa verið numin á brott af grímuklæddum mönnum. Þúsundir mótmælenda kröfðust þess um síðustu helgi að Kolesnikova yrði sleppt. Í yfirlýsingu frá lögmanni hennar kemur fram að henni hafi verið hótað fangelsisvist ef hún færi ekki úr landi. „Mér var sagt að ef ég færi ekki sjálfviljug frá Hvíta-Rússlandi yrði ég flutt þaðan, lifandi eða í bútum. Það voru einnig hótanir um að fangelsa mig í allt að 25 ár,“ er haft eftir Kolesnikova í yfirlýsingunni.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43 Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, veitti í fyrsta sinn viðtal eftir að fjölmenn mótmælaalda reis upp gegn honum í kjölfar forsetakosninga í síðasta mánuði. Hann ætlar ekki að hlusta á mótmælendur. 8. september 2020 22:43
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. 7. september 2020 12:20
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06