Fjögurra fugla hringur hjá Guðmundi Ágústi í Portúgal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 13:19 Guðmundur Ágúst Kristjánsson var að spila vel í Portúgal í dag. Mynd/GSÍmyndir/SETH Guðmundur Ágúst Kristjánsson byrjaði mjög vel á Opna portúgalska meistaramótinu sem fer fram á Royal Óbidos vellinum og hófst í dag . Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hringinn á Opna portúgalska meistaramótinu á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er eins og er í þriðja til sjötta sæti ásamt þremur öðrum kylfingum. Guðmundur Ágúst fékk alls fjóra fugla á hringnum þar af tvo þeirra á fyrstu fimm holunum. Guðmundur Ágúst hefði verið í betri stöðu hefði hann sloppið við skolla á sautjándu en hann svaraði því strax með því að fá fugl á átjándu holunni. Haraldur Franklín Magnús er einnig að spila á mótinu en átti rástíma miklu seinna en Guðmundur. Haraldur Franklín lék fyrstu sex holurnar á þremur höggum yfir pari. Mótið í Portúgal er það fimmta hjá Guðmundi Ágústi á Evrópumótaröðinni. Hann hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á Evrópumótaröðinni og endaði þá í 57. sæti á Euram Bank Open sem fram fór í Austurríki í byrjun ágúst á þessu ári. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson byrjaði mjög vel á Opna portúgalska meistaramótinu sem fer fram á Royal Óbidos vellinum og hófst í dag . Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék fyrsta hringinn á Opna portúgalska meistaramótinu á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er eins og er í þriðja til sjötta sæti ásamt þremur öðrum kylfingum. Guðmundur Ágúst fékk alls fjóra fugla á hringnum þar af tvo þeirra á fyrstu fimm holunum. Guðmundur Ágúst hefði verið í betri stöðu hefði hann sloppið við skolla á sautjándu en hann svaraði því strax með því að fá fugl á átjándu holunni. Haraldur Franklín Magnús er einnig að spila á mótinu en átti rástíma miklu seinna en Guðmundur. Haraldur Franklín lék fyrstu sex holurnar á þremur höggum yfir pari. Mótið í Portúgal er það fimmta hjá Guðmundi Ágústi á Evrópumótaröðinni. Hann hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á Evrópumótaröðinni og endaði þá í 57. sæti á Euram Bank Open sem fram fór í Austurríki í byrjun ágúst á þessu ári.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira