XY mætti Exile í sveiflukenndri viðureign Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 20:33 Fyrsti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni fór af stað með krafti þegar að XY tók á móti Exile á heimavelli. XY nýtti heimavallarforgjöfina skynsamlega þegar þeir völdu kortið Vertigo. Með vandað kortaval í farteskinu mættu XY vel undirbúnir til leiks og tóku stjórnina á leiknum frá upphafi. Héldu þeir Exile á hælunum allan fyrri hálfleik. Leikmenn Exile fundu sig ekki í vörninni (counter-terrorist) á móti sjóðandi heitu liði XY með TripleG (Gísli Geir Gíslason) í fararbroddi. XY var 10-5 yfir í hálfleik. Lið Exile var þó ekki dautt úr öllum æðum og mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik. Fljótt kom í ljós að frjálslegur spilastíll sóknarinnar (terrorist) hentaði þeim mun betur. Tengdu þeir saman fyrstu sex loturnar í seinni hálfleik og sneru gangi leiksins við. Leikmenn Exile, þeir Zerq (Alastair Kristinn Rendall) og Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson), voru heitir og drógu Exile áfram. Það var ekki fyrr en brnr (Birnir Clausson) tók sig til og felldi fjóra af fimm leikmönnum Exile að XY náði sinni fyrstu lotu í seinni hálfleik og komst aftur í gang. Þessi lota var vendipunktur í leiknum því tengdi XY saman sex lotur í röð og vann leikinn, 16-11. Vodafone-deildin Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Fyrsti leikur kvöldsins í Vodafonedeildinni fór af stað með krafti þegar að XY tók á móti Exile á heimavelli. XY nýtti heimavallarforgjöfina skynsamlega þegar þeir völdu kortið Vertigo. Með vandað kortaval í farteskinu mættu XY vel undirbúnir til leiks og tóku stjórnina á leiknum frá upphafi. Héldu þeir Exile á hælunum allan fyrri hálfleik. Leikmenn Exile fundu sig ekki í vörninni (counter-terrorist) á móti sjóðandi heitu liði XY með TripleG (Gísli Geir Gíslason) í fararbroddi. XY var 10-5 yfir í hálfleik. Lið Exile var þó ekki dautt úr öllum æðum og mættu ferskir til leiks í seinni hálfleik. Fljótt kom í ljós að frjálslegur spilastíll sóknarinnar (terrorist) hentaði þeim mun betur. Tengdu þeir saman fyrstu sex loturnar í seinni hálfleik og sneru gangi leiksins við. Leikmenn Exile, þeir Zerq (Alastair Kristinn Rendall) og Reco (Gilbert Arnar Sigurðsson), voru heitir og drógu Exile áfram. Það var ekki fyrr en brnr (Birnir Clausson) tók sig til og felldi fjóra af fimm leikmönnum Exile að XY náði sinni fyrstu lotu í seinni hálfleik og komst aftur í gang. Þessi lota var vendipunktur í leiknum því tengdi XY saman sex lotur í röð og vann leikinn, 16-11.
Vodafone-deildin Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti