Fylkismenn sterkir á heimavelli Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 22:44 Þriðja viðureign kvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO var þegar Fylkir og GOAT tókust á á heimavelli Fylkis. Fylkismenn mættu sjóðandi heitir til leiks og settu GOAT á hælana strax í fyrstu lotunum. GOAT átti engin svör við sóknarmiðuðum spilastíl Fylkis. Þrátt fyrir að taka réttu línurnar dugði það ekki gegn Fylki. En Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) var heitur og refsaði þeim við hvert tækifæri. Fylkir vann fyrri hálfleik á sannfærandi máta, 12-3. Seinni hálf leikur byrjaði vel fyrir Fylki sem nú var að spila vörn (counter-terrorist). Með góðu samspili nældu þeir sér í 3 fyrstu loturnar og komu leiknum i úrslitalotu. GOAT voru þó ekki tilbúnir að gefast upp. Leikmenn GOAT þeir Hugo (Hugi Snær Hlynsson) og DOM (Daníel Örn Melstað) sem höfðu borið höfuð yfir herðar liðsfélaga sinna það sem af var leiknum tóku á og færðu sínum mönnum 2 lotur. Þetta átak entist þó ekki lengi því að Fylkir tók næstu lotu og lokaði leiknum, 16-5. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport
Þriðja viðureign kvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO var þegar Fylkir og GOAT tókust á á heimavelli Fylkis. Fylkismenn mættu sjóðandi heitir til leiks og settu GOAT á hælana strax í fyrstu lotunum. GOAT átti engin svör við sóknarmiðuðum spilastíl Fylkis. Þrátt fyrir að taka réttu línurnar dugði það ekki gegn Fylki. En Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) var heitur og refsaði þeim við hvert tækifæri. Fylkir vann fyrri hálfleik á sannfærandi máta, 12-3. Seinni hálf leikur byrjaði vel fyrir Fylki sem nú var að spila vörn (counter-terrorist). Með góðu samspili nældu þeir sér í 3 fyrstu loturnar og komu leiknum i úrslitalotu. GOAT voru þó ekki tilbúnir að gefast upp. Leikmenn GOAT þeir Hugo (Hugi Snær Hlynsson) og DOM (Daníel Örn Melstað) sem höfðu borið höfuð yfir herðar liðsfélaga sinna það sem af var leiknum tóku á og færðu sínum mönnum 2 lotur. Þetta átak entist þó ekki lengi því að Fylkir tók næstu lotu og lokaði leiknum, 16-5.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport