Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 23:22 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir hringlandahátt kirkjunnar síðustu daga vegna myndarinnar af Trans-Jesú. Hún hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020 Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, gagnrýnir það sem hún kallar „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna myndar af Jesú með brjóst sem birt var á dögunum sem hluti af kynningarefni Sunnudagaskólans. Hún spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna málsins. Skiptar skoðanir voru um myndina af Trans-Jesú og gagnrýndu prestar hana meðal annars. Sjálf segir Þorbjörg, í færslu sem hún ritar á Facebook-síðu sína í kvöld, að hún hafi verið efins þegar hún sá myndina fyrst. Hún minnir á að rétt rúmur mánuður sé síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri hafi verið sett af stað uppgjörsverkefnið „Ein saga – eitt skref“ sem kirkjan ætli að vinna í samstarfi við Samtökin ´78. Segir Þorbjörg að henni hafi þótt augljóst að myndin kæmi til með að stuða marga, bæði innan og utan kirkjunnar. „Á sama tíma fannst mér ekki tímabært að kirkjan kæmi fram með svona afgerandi hætti, þ.e. á meðan verkefnið ‘Ein saga - eitt skref’, þar sem sama kirkja kemur fram af auðmýkt og gerir upp og horfist í augu við erfiða sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki, er rétt nýhafið. En jæja, ég ræð víst ekki öllu og þegar á leið fannst mér þetta bara hressandi allt saman. Það er líka fátt frábærara en kynusli, sérstaklega þegar hann stuðar fólk sem glímir við fordóma,“ segir Þorbjörg og heldur áfram: „En hér er lykilatriðið og ástæða þess að ég skrifa þetta: Þegar ákveðið hefur verið að koma með jafn mikið ‘statement’ og Jesúmyndin umrædda er, þá er lágmarkskrafa að Þjóðkirkjan standi í lappirnar og sýni að hún sé alvöru samherji hinsegin fólks, líka þegar á móti blæs. Í staðinn hefur Kirkjuþing nú ályktað og beðið fólk afsökunar á myndinni og er það, að mér skilst, í fyrsta sinn sem það biður nokkurn afsökunar með formlegum hætti. Biskup Íslands bakkaði síðan mjög harkalega í viðtali við Kastljós í gærkvöldi, þar sem hún sagði hreinlega að myndin hafi ekki átt að vera af Jesú og að hún hefði aldrei leyft slíka ‘afskræmingu’. Þar staðfesti hún einnig að myndin hefði verið tekin niður af síðu kirkjunnar vegna þess að hún særði svo marga. Eftir allan þennan hringlandahátt og öfgar fram og til baka spyr ég mig: Ætlar Þjóðkirkjan að vera alvöru samherji okkar eða ekki? Er nóg að fólk hneykslist og hringi á Biskupsstofu til þess að hún snúi við okkur baki? Af atburðarás síðustu daga er erfitt að ráða mikla staðfestu eða einlægni í stuðningi kirkjunnar við hinsegin fólk.“ Hún lýkur færslunni á að segja að henni finnist engu að síður mikilvægt að stærsta trúfélag landsins standi með hinsegin fólki og hún vilji gjarnan að sá stuðningur sé sannur. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir trúað fólk innan hinsegin samfélagsins. Ég á þess vegna fund með biskupi á þriðjudaginn og ætlast til þess að ég fái þar betri skýringar á málunum,“ segir Þorbjörg í lok færslu sinnar sem sjá má hér fyrir neðan. Rétt rúmur mánuður er síðan biskup Íslands bað hinsegin fólk afsökunar fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Við sama tækifæri var...Posted by Þorbjörg Þorvaldsdóttir on Thursday, September 17, 2020
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Tengdar fréttir Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15