Heimurinn á barmi hungurfaraldurs Heimsljós 18. september 2020 11:02 Al Bara Monsour/WFP Hungur í heiminum vegna stríðsátaka, að viðbættum matarskorti vegna COVID-19, er að komast á mjög hættulegt stig, að mati David Beasley framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann greindi öryggisráði SÞ frá því í gær að án aukinna framlaga væri ástæða til að óttast hungursneyð meðal þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. Beasley lagði þunga áherslu á að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Einkum eru það þjóðir í Afríku og Miðausturlöndum sem eru á barmi hungursneyðar. Stríðsátök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó færast í aukana með tilheyrandi matvælaóöryggi sem nær nú til 22 milljóna einstaklinga. Svipaður fjöldi sveltur í Jemen. Hungruðum fjölgar einnig í norðausturhluta Nígeríu og Burkina Fasó. Fyrir COVID-19 farsóttina höfðu 135 milljónir manna vart til hnífs og skeiðar en spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri verði í þeirri hræðilegu stöðu á þessu ári, eða um 270 milljónir manna. Sárafátækum kemur til með að fjölga í fyrsta sinn frá því seint á síðasta áratug, að mati bankans. Frétt Sameinuðu þjóðanna Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Hungur í heiminum vegna stríðsátaka, að viðbættum matarskorti vegna COVID-19, er að komast á mjög hættulegt stig, að mati David Beasley framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann greindi öryggisráði SÞ frá því í gær að án aukinna framlaga væri ástæða til að óttast hungursneyð meðal þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. Beasley lagði þunga áherslu á að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Einkum eru það þjóðir í Afríku og Miðausturlöndum sem eru á barmi hungursneyðar. Stríðsátök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó færast í aukana með tilheyrandi matvælaóöryggi sem nær nú til 22 milljóna einstaklinga. Svipaður fjöldi sveltur í Jemen. Hungruðum fjölgar einnig í norðausturhluta Nígeríu og Burkina Fasó. Fyrir COVID-19 farsóttina höfðu 135 milljónir manna vart til hnífs og skeiðar en spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri verði í þeirri hræðilegu stöðu á þessu ári, eða um 270 milljónir manna. Sárafátækum kemur til með að fjölga í fyrsta sinn frá því seint á síðasta áratug, að mati bankans. Frétt Sameinuðu þjóðanna Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent