Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 12:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira