Matthew Wolff leiðir fyrir lokadaginn á US Open Ísak Hallmundarson skrifar 20. september 2020 10:01 Matthew Wolff er í forystu fyrir lokahringinn sem hefst í dag. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff er í forystu fyrir fjórða og síðasta hringinn á risamótinu US Open í golfi. Wolff lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari. Hann var á pari eftir fyrstu tvo hringina og er því samtals á fimm höggum undir að þremur hringjum liðnum. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari en hann lék á 70 höggum, pari vallarins, í gær. Í þriðja sæti er Suður-Afríku maðurinn Louis Oosthuizen á einu höggi undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy, einn vinsælasti golfari heims sem hefur oft verið efstur á heimslistanum, er í 7. sæti á einu höggi yfir pari, og má því segja að hann eigi enn veika von á að landa þessum risatitli á lokadeginum í dag. Dustin Johnson sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir er í 21. sæti á fimm höggum yfir pari. Lokahringurinn á mótinu hefst kl. 17:00 í dag og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Opna bandaríska Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff er í forystu fyrir fjórða og síðasta hringinn á risamótinu US Open í golfi. Wolff lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari. Hann var á pari eftir fyrstu tvo hringina og er því samtals á fimm höggum undir að þremur hringjum liðnum. Bryson DeChambeau er í öðru sæti á þremur höggum undir pari en hann lék á 70 höggum, pari vallarins, í gær. Í þriðja sæti er Suður-Afríku maðurinn Louis Oosthuizen á einu höggi undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy, einn vinsælasti golfari heims sem hefur oft verið efstur á heimslistanum, er í 7. sæti á einu höggi yfir pari, og má því segja að hann eigi enn veika von á að landa þessum risatitli á lokadeginum í dag. Dustin Johnson sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir er í 21. sæti á fimm höggum yfir pari. Lokahringurinn á mótinu hefst kl. 17:00 í dag og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira