Dómari stöðvar bann Bandaríkjastjórnar á WeChat Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:35 Bandaríkjastjórn hefur gefið út tilskipun um bann á kínversku miðlunum TikTok og WeChat. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Getty/Sheldon Cooper Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33