„Allir ættu að eiga 30 mínútur á dag til þess að hlúa að heilsu sinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2020 12:02 Sigrún Fjeldsted setti af stað átak á samfélagsmiðlum til að hvetja Íslendinga til að hlúa betur að andlegri og líkamlegri heilsu, alla daga. Mynd úr einkasafni Síðustu daga hefur áskorunin #3030heilsa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á bak við þetta átak er náms- og starfsráðgjafinn Sigrún Fjeldsted, fyrrum afrekskona í frjálsum íþróttum. Þetta framtak hennar gengur út á að hreyfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í 30 daga en á meðal þeirra sem taka þátt með Sigrúnu eru allt frá byrjendum í líkamsrækt upp í afreksíþróttafólk og fyrrum ólympíukeppendur. „Það er í eðli mínu að vilja hjálpa öðrum og hafa góð áhrif. Þess vegna fór ég af stað með #3030heilsa því það gagnast mér, þér og samfélaginu öllu að taka þátt. Heilsan, andleg og líkamleg, er að mínu mati eitt það mikilvægasta sem við eigum og ég er nokkuð viss um að það séu flestallir sammála mér. Þrátt fyrir það eru margir sem hlúa ekki eins vel að henni og þeir gætu gert. Með því að fá fólk til þess að hreyfa sig reglulega er það að styrkja bæði andlega og líkamlega heilsu. Mig langar til þess að fólk upplifi það á eigin skinni og veiti þessu samspili athygli,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að huga vel að andlegu heilsunni líka. „Áskorunin er líka gagnleg þeim sem eru nú þegar í reglulegri hreyfingu, en ég bið að fólk um að veita því athygli hvernig líkamleg hreyfing hefur áhrif á andlega líðan þeirra.“ Viðbrögðin hafa verið vonum framar og í raun það góð að Sigrún er ákveðin að gera þetta aftur á næsta ári. Það er þó auðvitað ekki of seint að byrja núna, hver og einn getur hafið sitt 30 daga átak í dag. #3030heilsa áskorunin er fyrir alla sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu sína. „Þátttakendur eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir, allt frá afreks íþróttafólki sem hefur keppt á Ólympíuleikum og svo eru líka margir að stíga sín fyrstu skref eftir hlé frá reglulegri hreyfingu.“ Sjálf hefur hún sterkan bakgrunn þegar kemur að íþróttum, heilsu og næringu og er fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég var barn og finnst ég aldrei orkumeiri, glaðari og lifandi en þegar ég er á hreyfingu. Sem unglingur var ég í unglingalandsliðum í körfubolta og frjálsum íþróttum. Ég valdi síðan frjálsar sem ég æfði í 15 ár og keppti meðal annars á Heimsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti unglinga í spjótkasti og var ekki langt frá Ólympíulágmarki. Ég hef líka kennt hóptíma í líkamsræktarstöð sem var gaman,“ segir Sigrún. „Ég er sífellt að afla mér þekkingar og á því langan námsferil að baki. Ég er með BS í sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf. Auk þess er ég með kennsluréttindi, lærði heilsunudd og er núna í námi í næringarþjálfun. Í dag starfa ég sem náms- og starfsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla ásamt því að vera að búa til spennandi efni sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu,“ segir Sigrún. View this post on Instagram What you see depends on what you look for So lsetrið, My rdalsjo kull, fjo llin, a in, gry ttur jarðvegurinn, hly ja peysan mi n, go ðu sko rnir mi nir, þakklætið i hjarta mi nu...þetta allt eða eitthvað allt annað? Fo kus hugans hefur a hrif a allt i kringum okkur. Leggjum okkur fram við að beina honum i go ðar og uppbyggjandi a ttir. #3030heilsa #nature #motivationtomove #naturephotography #naturelovers #mindset #mindsetmatters A post shared by Sigru n Fjeldsted (@andlegoglikamlegheilsa) on Sep 19, 2020 at 4:32am PDT „#3030heilsa gengur út á að gera skuldbindingu við sjálfan sig um að hreyfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í 30 daga. Margir þátttakendur taka þátt í að breiða út boðskapnum og hvetja um leið aðra að taka þátt. Ein leið til þess er að deila áskoruninni á Instagram og nota #3030heilsa og tagga Instagram síðuna andlegoglikamlegheilsa.“ Síðuna Andleg og líkamleg heilsa stofnaði Sigrún sem vettvang til að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á aðra. „Ég hef mikinn áhuga á heilsu, jákvæðri sálfræði og mannrækt og ber síðan það eflaust með sér. Sjálf reyni ég að skoða eingöngu það sem hefur jákvæð og góð áhrif á mig og ég vil að þeir sem fylgjast með síðunni minni upplifi að það sem er þar inni hafi góð og hvetjandi áhrif.“ Sigrún segir að rannsóknir sýni að helstu ástæður fyrir því að fólk hreyfi sig ekki sé tímaskortur og þreyta. „Hvorug ástæðan er gildi fyrir þá sem taka þátt í #3030heilsa, en allir ættu að eiga 30 mínútur á dag til þess að hlúa að heilsu sinni. Og svo er hreyfing orkugefandi. Það er vísindalega sannað að hreyfing hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, en regluleg hreyfing er forvörn gegn ýmsum sjúkdómum og kvillum. Helst ber að nefna að með því að hreyfa sig í 30 mínútur á dag þá ertu að minnkar líkurnar á að þú fáir kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki 2, sumar tegundir krabbameina og stoðkerfisvandamála, auk geðraskanna. Svo ekki sé minnst á að regluleg hreyfing eykur líkur á því́ að fólk lifi lengur og við betri lífsgæði en annars. Hreyfing hefur líka áhrif á andlegan og líkamlegan styrk og vellíðan og hefur þannig góð áhrif á daglegt líf fólks. Við megum heldur ekki gleyma því að við erum gerð til þess að hreyfa okkur.“ Hún valdi 30 mínútur því það væri skuldbinding sem ætti að vera á allra færi ef viljinn er fyrir hendi. „Rannsóknir sýna að ein af ástæðum sem fullorðnir nota til þess að skýra hreyfingaleysi er tímaskortur. Því legg ég áherslu á að hreyfingin þarf ekki að taka meira en 30 mínútur, en þessar 30 mínútur hafa jákvæð áhrif á heilsuna og stuðla um leið að vellíðan. Það á því við engin rök að styðjast að sleppa því.“ Sjálf byrjar hún alla daga á hreyfingu. „Það þýðir að ég æfi klukkan sex á morgnanna alla virka daga en það er breytilegt um helgar. Ég á mann sem hreyfir sig líka mikið og við eigum tvö börn. Ég vil sinna þeim vel, þannig ef ég æfi klukkan sex þá er ég ekki að taka tíma frá neinum og er vel vöknuð þegar aðrir fara á fætur. Þessi rútína hentar okkur vel.“ View this post on Instagram Li fið er eins og bakpokaferðalag! Þu ræður hvernig þu pakkar og hvert þu ferð! Pakkar þu ja kvæðni, bjartsy ni og þrautseigju eða neikvæðni, svartsy ni og vonleysi? Og hvert er ferð þinni heitið? I a tt að vexti eða volæði? Auðvitað hefur fyrri reynsla okkar, go ð og slæm, a hrif a hvað við ferðumst með a bakinu i gegnum li fið. En við stjo rnum hvernig við po kkum og hvað tekur mest pla ss A post shared by Sigru n Fjeldsted (@andlegoglikamlegheilsa) on Sep 3, 2020 at 3:47pm PDT Sigrún setti átakið formlega af stað þann 10. september síðastliðinn. „Ég vildi vekja athygli á Alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum sem er haldinn þann dag og vekja um leið athygli á samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu. Þetta er málefni sem ætti að vera öllum mikilvægt, en það snertir mig sérstaklega því pabbi minn tók líf sitt. Að sjálfsögðu hafði þessi lífsreynsla mikil áhrif á mig og hefur mótað mig mikið. Mér fannst ég fullorðnast og þroskast hratt við það að vinna úr þessu áfalli. Ég lærði því snemma að þó að við getum ekki stjórnað hvað gerist eða í hverju við lendum í lífinu, þá höfum við val um hvernig við tökumst á við það. Það var því ákvörðun að láta þessa lífsreynslu styrkja mig,“ útskýrir Sigrún. „Ég á einn líkama og hugsa vel um hann. Með árunum hef ég lært að hlusta betur á líkamann en ég vil vera í þannig líkamlegu formi að ég geti gert allt sem mig langar. Stundum er það að hjóla 100 kílómetra, hlaupa upp og niður Esjuna, fara á skíði með fjölskyldunni og allt þar á milli. Það er ekkert sem hefur jafn góð áhrif á andlega líðan mína og hreyfing. Ef það liggur ekki vel á mér er oft sagt við mig „þarft þú ekki að fara bara og hreyfa þig“ og það alltaf rétt. Ég hef aldrei upplifað að líða verra andlega eftir að hafa stundað einhverskonar hreyfingu.“ Hægt er að kynna sér #3030heilsa átakið nánar á Instagram síðu Sigrúnar. Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Síðustu daga hefur áskorunin #3030heilsa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á bak við þetta átak er náms- og starfsráðgjafinn Sigrún Fjeldsted, fyrrum afrekskona í frjálsum íþróttum. Þetta framtak hennar gengur út á að hreyfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í 30 daga en á meðal þeirra sem taka þátt með Sigrúnu eru allt frá byrjendum í líkamsrækt upp í afreksíþróttafólk og fyrrum ólympíukeppendur. „Það er í eðli mínu að vilja hjálpa öðrum og hafa góð áhrif. Þess vegna fór ég af stað með #3030heilsa því það gagnast mér, þér og samfélaginu öllu að taka þátt. Heilsan, andleg og líkamleg, er að mínu mati eitt það mikilvægasta sem við eigum og ég er nokkuð viss um að það séu flestallir sammála mér. Þrátt fyrir það eru margir sem hlúa ekki eins vel að henni og þeir gætu gert. Með því að fá fólk til þess að hreyfa sig reglulega er það að styrkja bæði andlega og líkamlega heilsu. Mig langar til þess að fólk upplifi það á eigin skinni og veiti þessu samspili athygli,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að huga vel að andlegu heilsunni líka. „Áskorunin er líka gagnleg þeim sem eru nú þegar í reglulegri hreyfingu, en ég bið að fólk um að veita því athygli hvernig líkamleg hreyfing hefur áhrif á andlega líðan þeirra.“ Viðbrögðin hafa verið vonum framar og í raun það góð að Sigrún er ákveðin að gera þetta aftur á næsta ári. Það er þó auðvitað ekki of seint að byrja núna, hver og einn getur hafið sitt 30 daga átak í dag. #3030heilsa áskorunin er fyrir alla sem vilja bæta andlega og líkamlega heilsu sína. „Þátttakendur eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir, allt frá afreks íþróttafólki sem hefur keppt á Ólympíuleikum og svo eru líka margir að stíga sín fyrstu skref eftir hlé frá reglulegri hreyfingu.“ Sjálf hefur hún sterkan bakgrunn þegar kemur að íþróttum, heilsu og næringu og er fyrrverandi afrekskona í frjálsum íþróttum. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég var barn og finnst ég aldrei orkumeiri, glaðari og lifandi en þegar ég er á hreyfingu. Sem unglingur var ég í unglingalandsliðum í körfubolta og frjálsum íþróttum. Ég valdi síðan frjálsar sem ég æfði í 15 ár og keppti meðal annars á Heimsmeistaramóti og Evrópumeistaramóti unglinga í spjótkasti og var ekki langt frá Ólympíulágmarki. Ég hef líka kennt hóptíma í líkamsræktarstöð sem var gaman,“ segir Sigrún. „Ég er sífellt að afla mér þekkingar og á því langan námsferil að baki. Ég er með BS í sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf. Auk þess er ég með kennsluréttindi, lærði heilsunudd og er núna í námi í næringarþjálfun. Í dag starfa ég sem náms- og starfsráðgjafi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla ásamt því að vera að búa til spennandi efni sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu,“ segir Sigrún. View this post on Instagram What you see depends on what you look for So lsetrið, My rdalsjo kull, fjo llin, a in, gry ttur jarðvegurinn, hly ja peysan mi n, go ðu sko rnir mi nir, þakklætið i hjarta mi nu...þetta allt eða eitthvað allt annað? Fo kus hugans hefur a hrif a allt i kringum okkur. Leggjum okkur fram við að beina honum i go ðar og uppbyggjandi a ttir. #3030heilsa #nature #motivationtomove #naturephotography #naturelovers #mindset #mindsetmatters A post shared by Sigru n Fjeldsted (@andlegoglikamlegheilsa) on Sep 19, 2020 at 4:32am PDT „#3030heilsa gengur út á að gera skuldbindingu við sjálfan sig um að hreyfa sig í 30 mínútur á hverjum degi í 30 daga. Margir þátttakendur taka þátt í að breiða út boðskapnum og hvetja um leið aðra að taka þátt. Ein leið til þess er að deila áskoruninni á Instagram og nota #3030heilsa og tagga Instagram síðuna andlegoglikamlegheilsa.“ Síðuna Andleg og líkamleg heilsa stofnaði Sigrún sem vettvang til að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á aðra. „Ég hef mikinn áhuga á heilsu, jákvæðri sálfræði og mannrækt og ber síðan það eflaust með sér. Sjálf reyni ég að skoða eingöngu það sem hefur jákvæð og góð áhrif á mig og ég vil að þeir sem fylgjast með síðunni minni upplifi að það sem er þar inni hafi góð og hvetjandi áhrif.“ Sigrún segir að rannsóknir sýni að helstu ástæður fyrir því að fólk hreyfi sig ekki sé tímaskortur og þreyta. „Hvorug ástæðan er gildi fyrir þá sem taka þátt í #3030heilsa, en allir ættu að eiga 30 mínútur á dag til þess að hlúa að heilsu sinni. Og svo er hreyfing orkugefandi. Það er vísindalega sannað að hreyfing hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, en regluleg hreyfing er forvörn gegn ýmsum sjúkdómum og kvillum. Helst ber að nefna að með því að hreyfa sig í 30 mínútur á dag þá ertu að minnkar líkurnar á að þú fáir kransæðasjúkdóma, heilablóðfall, sykursýki 2, sumar tegundir krabbameina og stoðkerfisvandamála, auk geðraskanna. Svo ekki sé minnst á að regluleg hreyfing eykur líkur á því́ að fólk lifi lengur og við betri lífsgæði en annars. Hreyfing hefur líka áhrif á andlegan og líkamlegan styrk og vellíðan og hefur þannig góð áhrif á daglegt líf fólks. Við megum heldur ekki gleyma því að við erum gerð til þess að hreyfa okkur.“ Hún valdi 30 mínútur því það væri skuldbinding sem ætti að vera á allra færi ef viljinn er fyrir hendi. „Rannsóknir sýna að ein af ástæðum sem fullorðnir nota til þess að skýra hreyfingaleysi er tímaskortur. Því legg ég áherslu á að hreyfingin þarf ekki að taka meira en 30 mínútur, en þessar 30 mínútur hafa jákvæð áhrif á heilsuna og stuðla um leið að vellíðan. Það á því við engin rök að styðjast að sleppa því.“ Sjálf byrjar hún alla daga á hreyfingu. „Það þýðir að ég æfi klukkan sex á morgnanna alla virka daga en það er breytilegt um helgar. Ég á mann sem hreyfir sig líka mikið og við eigum tvö börn. Ég vil sinna þeim vel, þannig ef ég æfi klukkan sex þá er ég ekki að taka tíma frá neinum og er vel vöknuð þegar aðrir fara á fætur. Þessi rútína hentar okkur vel.“ View this post on Instagram Li fið er eins og bakpokaferðalag! Þu ræður hvernig þu pakkar og hvert þu ferð! Pakkar þu ja kvæðni, bjartsy ni og þrautseigju eða neikvæðni, svartsy ni og vonleysi? Og hvert er ferð þinni heitið? I a tt að vexti eða volæði? Auðvitað hefur fyrri reynsla okkar, go ð og slæm, a hrif a hvað við ferðumst með a bakinu i gegnum li fið. En við stjo rnum hvernig við po kkum og hvað tekur mest pla ss A post shared by Sigru n Fjeldsted (@andlegoglikamlegheilsa) on Sep 3, 2020 at 3:47pm PDT Sigrún setti átakið formlega af stað þann 10. september síðastliðinn. „Ég vildi vekja athygli á Alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum sem er haldinn þann dag og vekja um leið athygli á samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu. Þetta er málefni sem ætti að vera öllum mikilvægt, en það snertir mig sérstaklega því pabbi minn tók líf sitt. Að sjálfsögðu hafði þessi lífsreynsla mikil áhrif á mig og hefur mótað mig mikið. Mér fannst ég fullorðnast og þroskast hratt við það að vinna úr þessu áfalli. Ég lærði því snemma að þó að við getum ekki stjórnað hvað gerist eða í hverju við lendum í lífinu, þá höfum við val um hvernig við tökumst á við það. Það var því ákvörðun að láta þessa lífsreynslu styrkja mig,“ útskýrir Sigrún. „Ég á einn líkama og hugsa vel um hann. Með árunum hef ég lært að hlusta betur á líkamann en ég vil vera í þannig líkamlegu formi að ég geti gert allt sem mig langar. Stundum er það að hjóla 100 kílómetra, hlaupa upp og niður Esjuna, fara á skíði með fjölskyldunni og allt þar á milli. Það er ekkert sem hefur jafn góð áhrif á andlega líðan mína og hreyfing. Ef það liggur ekki vel á mér er oft sagt við mig „þarft þú ekki að fara bara og hreyfa þig“ og það alltaf rétt. Ég hef aldrei upplifað að líða verra andlega eftir að hafa stundað einhverskonar hreyfingu.“ Hægt er að kynna sér #3030heilsa átakið nánar á Instagram síðu Sigrúnar.
Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira