Telur ekki að smitum fækki mikið á næstu dögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 12:56 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir hópi vísindamanna við skólann sem gera spálíkan vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir enn mikla óvissu varðandi þróun þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Hann segir ekki von á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands fyrr en í næstu viku þar sem enn þurfi að sjá nokkra daga áfram hvernig þróunin er. 38 manns greindust með veiruna innanlands í gær af þeim rúmlega 3.800 sem fóru í sýnatöku. Það er sami fjöldi og greindist með veiruna á laugardag en 30 greindust á sunnudag. Thor segist eiga von á því að fjöldi smita næstu daga verði svipaður og verið hefur, það er á milli 30 og 40 smit, en að tölurnar fari ekki mikið niður á við. „Allavega ekkert rosalega hratt, heldur gæti það tekið alveg tvær vikur. En það er bara svo erfitt að segja. Ef við myndum koma með spá núna þá væru mjög víð öryggismörk út af því hvað þetta er bæði að sveiflast en svo er þetta kannski að ná einhverjum stöðugleika,“ segir Thor í samtali við Vísi. Allt sem gert er skiptir máli Aðspurður hvernig þessi bylgja faraldursins sé öðruvísi en fyrsta bylgjan segist Thor telja að viðbrögðin núna hafi bjargað málunum. „Það er ekkert útilokað að þessi bylgja hefði verið eins eða verri en fyrsta bylgjan hefðum við verið í sömu stöðu og í mars þegar við vorum ekki alveg búin að læra að takast á við þetta eins vel og núna með smitrakningunni og að vera fljót að bregðast við,“ segir Thor. Allt sem gert sé skipti máli, til dæmis að loka skemmtistöðum þegar útbreiðslan sé augljóslega þar. „Þannig að það eru viðbrögðin sem eru skarpari núna. Við vorum bara að læra á þetta í byrjun mars síðast. Af því nú sér maður í kringum okkur eins og í Danmörku, Spáni, Frakklandi og Bretlandi að þetta er að rísa rosa hratt og jafnvel fara upp fyrir bylgjurnar sem voru í mars. Þannig að það hefði alveg getað gerst hér.“ Þá bendir Thor jafnframt á að í mars hafi fullt af fólki verið að koma hingað heim sem var smitað. Nú er fólk aftur á móti skimað við komuna til landsins, fer síðan í fimm daga sóttkví og er skimað á ný. „Það er náttúrulega verið að tala um að þessi bylgja núna sé rakin til ferðamanna sem fóru ógætilega. Ef það hefðu verið nokkrir ferðamenn sem hefðu farið svona ógætilega þá gæti þetta bara verið eins og í fyrstu bylgju. Þannig að það er margt sem gæti núna hafa komið í veg fyrir að hún væri orðin verri eins og við sjáum hjá löndunum í kring,“ segir Thor. Leyfir sér að vera aðeins bjartsýnn Varðandi það hversu hratt hann telur að bylgjan nú gangi niður ítrekar hann óvissuna sem er uppi en bendir á minni bylgjuna í ágúst og gang hennar. „Hún var svo lengi að fara niður. Þegar hún er komin upp í þennan fjölda og smitstuðullinn hann er hár, það þýðir þá að þessi smit sem eru í þjóðfélaginu hafa náð að dreifa úr sér þannig að þá höngum við eitthvað í þessum fjölda ennþá. En nú byggi ég bara á tilfinningu, að þetta fari þó heldur lækkandi, að við erum vonandi eitthvað að ná utan um þetta. Ég hef trú á því. Þótt það hafi verið hækkun núna miðað við í gær þá blossaði þetta ekki aftur upp. Þá leyfi ég mér að vera aðeins bjartsýnn,“ segir Thor. Spurður út í það hvenær von sé á næsta spálíkani vísindamanna HÍ vegna faraldursins segir hann það koma eftir helgi. „Síðast settum við fram ákveðna rýni um hver staðan er. Mér finnst líklegt, til að vera skynsöm, að við munum bara halda okkur við það þannig að við munum setja eitthvað frá okkur og jafnvel birta hvað okkur finnst með smitstuðulinn og eitthvað slíkt seinna í vikunni en bíða með spálíkanið þar til eftir helgi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir enn mikla óvissu varðandi þróun þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Hann segir ekki von á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands fyrr en í næstu viku þar sem enn þurfi að sjá nokkra daga áfram hvernig þróunin er. 38 manns greindust með veiruna innanlands í gær af þeim rúmlega 3.800 sem fóru í sýnatöku. Það er sami fjöldi og greindist með veiruna á laugardag en 30 greindust á sunnudag. Thor segist eiga von á því að fjöldi smita næstu daga verði svipaður og verið hefur, það er á milli 30 og 40 smit, en að tölurnar fari ekki mikið niður á við. „Allavega ekkert rosalega hratt, heldur gæti það tekið alveg tvær vikur. En það er bara svo erfitt að segja. Ef við myndum koma með spá núna þá væru mjög víð öryggismörk út af því hvað þetta er bæði að sveiflast en svo er þetta kannski að ná einhverjum stöðugleika,“ segir Thor í samtali við Vísi. Allt sem gert er skiptir máli Aðspurður hvernig þessi bylgja faraldursins sé öðruvísi en fyrsta bylgjan segist Thor telja að viðbrögðin núna hafi bjargað málunum. „Það er ekkert útilokað að þessi bylgja hefði verið eins eða verri en fyrsta bylgjan hefðum við verið í sömu stöðu og í mars þegar við vorum ekki alveg búin að læra að takast á við þetta eins vel og núna með smitrakningunni og að vera fljót að bregðast við,“ segir Thor. Allt sem gert sé skipti máli, til dæmis að loka skemmtistöðum þegar útbreiðslan sé augljóslega þar. „Þannig að það eru viðbrögðin sem eru skarpari núna. Við vorum bara að læra á þetta í byrjun mars síðast. Af því nú sér maður í kringum okkur eins og í Danmörku, Spáni, Frakklandi og Bretlandi að þetta er að rísa rosa hratt og jafnvel fara upp fyrir bylgjurnar sem voru í mars. Þannig að það hefði alveg getað gerst hér.“ Þá bendir Thor jafnframt á að í mars hafi fullt af fólki verið að koma hingað heim sem var smitað. Nú er fólk aftur á móti skimað við komuna til landsins, fer síðan í fimm daga sóttkví og er skimað á ný. „Það er náttúrulega verið að tala um að þessi bylgja núna sé rakin til ferðamanna sem fóru ógætilega. Ef það hefðu verið nokkrir ferðamenn sem hefðu farið svona ógætilega þá gæti þetta bara verið eins og í fyrstu bylgju. Þannig að það er margt sem gæti núna hafa komið í veg fyrir að hún væri orðin verri eins og við sjáum hjá löndunum í kring,“ segir Thor. Leyfir sér að vera aðeins bjartsýnn Varðandi það hversu hratt hann telur að bylgjan nú gangi niður ítrekar hann óvissuna sem er uppi en bendir á minni bylgjuna í ágúst og gang hennar. „Hún var svo lengi að fara niður. Þegar hún er komin upp í þennan fjölda og smitstuðullinn hann er hár, það þýðir þá að þessi smit sem eru í þjóðfélaginu hafa náð að dreifa úr sér þannig að þá höngum við eitthvað í þessum fjölda ennþá. En nú byggi ég bara á tilfinningu, að þetta fari þó heldur lækkandi, að við erum vonandi eitthvað að ná utan um þetta. Ég hef trú á því. Þótt það hafi verið hækkun núna miðað við í gær þá blossaði þetta ekki aftur upp. Þá leyfi ég mér að vera aðeins bjartsýnn,“ segir Thor. Spurður út í það hvenær von sé á næsta spálíkani vísindamanna HÍ vegna faraldursins segir hann það koma eftir helgi. „Síðast settum við fram ákveðna rýni um hver staðan er. Mér finnst líklegt, til að vera skynsöm, að við munum bara halda okkur við það þannig að við munum setja eitthvað frá okkur og jafnvel birta hvað okkur finnst með smitstuðulinn og eitthvað slíkt seinna í vikunni en bíða með spálíkanið þar til eftir helgi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira