Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 19:21 Bæjarfulltrúar flokkanna sex í bæjarstjórn Akureyrar skrifuðu undir samstarfssáttmála í dag. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Flokkar og framboð í bæjarstjórn Akureyrar stefna að því að ná fram hagræðingu í rekstri bæjarins eftir að þeir ákváðu í dag að vinna allir saman og leggja af meiri- og minnihluta. Nýgerðir kjarasamningar og kórónufaraldurinn hafa aukið útgjöld á sama tíma og tekjur hafa minnkað. Framsóknarflokkur, Samfylking og L-listi mynduðu saman meirihluta á Akureyri eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Miðflokkur voru í minnihluta. Erfið fjárhagsstaða vegna kórónuveirunnar og nýgerðra kjarasamninga ýtti flokkunum til skrifa undir samstarfssáttmála þeirra allra í dag. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins segir fráfarandi meirihluta ekki hafa gefist upp á verkefninu. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokks og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson „Nei það er langur vegur frá því að við séum að gefast upp á verkefninu. Við teljum hins vegar þegar við stöndum frami fyrir svona stórum verkefnum eins og núna sé rétt að kalla alla að borðinu. Að íbúar bæjarins eigi alla sína fulltrúa í þeirri ákvörðunartöku sem liggur fyrir að fara í,“ segir Halla Björk. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðismanna segir ljóst að rekstrarstaða bæjarins sé mjög slæm við þær aðstæður sem nú ríki. „Við erum bara öll sammála um að það þurfi að fara í aðgerðir sem komi til með að reyna á. Það mun taka á að koma þessum aðgerðum fram og framkvæma þær,“ segir Gunnar. Bærinn muni sinna lögbundnum verkefnum en horfa til allra annarra þátta til sparnaðar og hagræðingar. Meðal annars til að ná fram lækkun launakostnaðar. „Við getum ekki lækkað laun einhliða hjá starfsfólki. En við getum lækkað laun hjá sjálfum okkur og þar ætlum við að byrja. Síðan erum við að skoða alla hagræðingarmöguleika hvað varðar að nýta mögulega starfsmannaveltu. Draga úr þeim verkefnum sem við erum að sinna,“ segir Halla Björk. Gunnar segir að það stefni að óbreyttu í allt að 3,5 milljarða halla á bæjarfélaginu á þessu ári. Þótt allir ætli nú að vinna saman muni bæjarfulltrúar eins og áður hafa tillögurétt. Þeir geti bókað afstöðu sína í einstökum málum. „Þannig verður áfram málefnalegur ágreiningur að hluta en vonandi sem allra minnstur. Síðan verðum við bara að leggja spilin á borðið í kosningunum og horfa fram á veginn. Fólk verður þá bara að horfa til þess hvað það vill,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig kjósendur ættu að meta einstaka flokka í næstu kosningum ef allir bæru sameignlega ábyrgð á stjórn bæjarins.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27