Ræddu skot Óskars Hrafns á Ágúst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2020 11:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, ásamt aðstoðarmanni sínum, Halldóri Árnasyni. vísir/hag Í Pepsi Max stúkunni í gær ræddu þeir Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson um ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtali við mbl.is, eftir tapið fyrir KR, 0-2, á mánudaginn. Þar virtist Óskar skjóta á forvera sinn í starfi þjálfara Breiðabliks, Ágúst Gylfason. „Við höfum tekið miklum framförum á ákveðnum sviðum en liðið hefur hafnað í öðru sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og krafan er og verður alltaf að gera betur. Það er hægt að velta því fyrir sér hversu mikil innistæða var fyrir þeim árangri en svona er heimurinn sem við lifum í. Við erum á ákveðinni vegferð en eins og þetta kemur mér fyrir sjónir tekur þetta of langan tíma og við þurfum að reyna hraða þessu ferli,“ sagði Óskar. Hjörvar hnaut aðeins um það þegar Óskar efaðist um innistæðuna fyrir árangri Breiðabliks tímabilin 2018 og 2019. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ósammála Óskari frá því tímabilið hófst. Þarna segist hann ekki vera viss um innistæðuna fyrir því sem Ágúst gerði. Ágúst tók við liði Breiðabliks sem lenti í 6. sæti 2016 og 2017 og skilaði þeim í 2. sæti tvö ár í röð og í bikarúrslit, skoraði flest mörk í fyrra og seldi fullt af leikmönnum,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max stúkunni í gær. „Mér finnst þetta skrítið því ég hef heyrt Óskar vera jákvæðan í garð þess sem Ágúst skildi eftir sig. Þetta kom mér svolítið á óvart. Það má ekki gera lítið úr því að Ágúst sýndi mikinn stöðugleika með Breiðablik. Nú eru þeir að fara í nýjar áttir og prófa öðruvísi tegund af fótbolta. Það var vitað að þetta yrði einhvers staðar erfitt á leiðinni og akkúrat núna er þetta pínu erfitt.“ Strákarnir í Pepsi Max stúkunni báru svo saman árangur Breiðabliks gegn bestu liðum landsins í ár og í fyrra. Óhætt er að segja að samanburðurinn sé Blikaliðinu í fyrra í hag. „Það sem vekur mestan áhuga hjá mér er fyrirsögnin þar sem hann talar um að bomba hausnum endalaust við steininn. Úr því mætti lesa að menn ættu kannski að skipta um kúrs og hvort þetta sé vonlaust verkefni. Það gefur því undir fótinn,“ sagði Sigurvin. „Svo kemur það sem Hjörvar var að tala um áðan, sem er eins og pilla í garð fyrrverandi þjálfara og hans aðferð hafi skilað þeim einhverjum stigum en mér finnst hann vera að gefa í skyn að það hafi ekki verið nein framtíð í því.“ Breiðablik er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 23 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli annað kvöld. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um ummæli Óskars Hrafns Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. 21. september 2020 21:59 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 22:18 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Í Pepsi Max stúkunni í gær ræddu þeir Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson um ummæli Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtali við mbl.is, eftir tapið fyrir KR, 0-2, á mánudaginn. Þar virtist Óskar skjóta á forvera sinn í starfi þjálfara Breiðabliks, Ágúst Gylfason. „Við höfum tekið miklum framförum á ákveðnum sviðum en liðið hefur hafnað í öðru sæti deildarinnar undanfarin tvö ár og krafan er og verður alltaf að gera betur. Það er hægt að velta því fyrir sér hversu mikil innistæða var fyrir þeim árangri en svona er heimurinn sem við lifum í. Við erum á ákveðinni vegferð en eins og þetta kemur mér fyrir sjónir tekur þetta of langan tíma og við þurfum að reyna hraða þessu ferli,“ sagði Óskar. Hjörvar hnaut aðeins um það þegar Óskar efaðist um innistæðuna fyrir árangri Breiðabliks tímabilin 2018 og 2019. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er ósammála Óskari frá því tímabilið hófst. Þarna segist hann ekki vera viss um innistæðuna fyrir því sem Ágúst gerði. Ágúst tók við liði Breiðabliks sem lenti í 6. sæti 2016 og 2017 og skilaði þeim í 2. sæti tvö ár í röð og í bikarúrslit, skoraði flest mörk í fyrra og seldi fullt af leikmönnum,“ sagði Hjörvar í Pepsi Max stúkunni í gær. „Mér finnst þetta skrítið því ég hef heyrt Óskar vera jákvæðan í garð þess sem Ágúst skildi eftir sig. Þetta kom mér svolítið á óvart. Það má ekki gera lítið úr því að Ágúst sýndi mikinn stöðugleika með Breiðablik. Nú eru þeir að fara í nýjar áttir og prófa öðruvísi tegund af fótbolta. Það var vitað að þetta yrði einhvers staðar erfitt á leiðinni og akkúrat núna er þetta pínu erfitt.“ Strákarnir í Pepsi Max stúkunni báru svo saman árangur Breiðabliks gegn bestu liðum landsins í ár og í fyrra. Óhætt er að segja að samanburðurinn sé Blikaliðinu í fyrra í hag. „Það sem vekur mestan áhuga hjá mér er fyrirsögnin þar sem hann talar um að bomba hausnum endalaust við steininn. Úr því mætti lesa að menn ættu kannski að skipta um kúrs og hvort þetta sé vonlaust verkefni. Það gefur því undir fótinn,“ sagði Sigurvin. „Svo kemur það sem Hjörvar var að tala um áðan, sem er eins og pilla í garð fyrrverandi þjálfara og hans aðferð hafi skilað þeim einhverjum stigum en mér finnst hann vera að gefa í skyn að það hafi ekki verið nein framtíð í því.“ Breiðablik er í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 23 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli annað kvöld. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um ummæli Óskars Hrafns
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00 Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. 21. september 2020 21:59 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 22:18 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Sjáðu mörkin þegar Valur kjöldró Stjörnuna og öll hin úr Pepsi Max-deild karla í gær Átján mörk voru skoruð í fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla í gær. Sex þeirra komu í Garðabænum þar sem topplið Vals rúllaði yfir Stjörnuna, 1-5. 22. september 2020 09:00
Óskar: Ólíkt okkur þá halda þeir skipulaginu sínu í 90 mínútur Þjálfari Breiðabliks tók sér góðar 15 sekúndur í að hugsa sig um áður en hann svaraði spurningu blaðamanns um hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. Hans menn töpuðu í þriðja skipti í sumar og virðast ekki hafa neitt í ríkjandi Íslandsmeistara. 21. september 2020 21:59
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Hreðjartak KR á Blikum KR hefur unnið Breiðablik örugglega í þrígang í sumar. 21. september 2020 22:18