Tölur sýna samdráttinn í ferðaþjónustunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 09:21 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á á vef Hagstofunnar sem birtir tölfræði þess efnis sem unnin er upp úr mánaðarlegri tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launatekjur og talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrá Skattsins. Á vef Hagstofunnar segir að árið 2020 hafi verið töluverðar breytingar á heildarlaunagreiðslum í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir 10 prósent hækkun á milli júní og júlí voru heildarlaunagreiðslur um 31 prósent lægri í júlí 2020 en í júlí 2019. Mynd/Hagstofa Íslands Þá jókst fjöldi starfa í greinum ferðaþjónustunnar um tæp fjögur prósent á milli júní og júlí 2020, en hafði fækkað um tæp 33 prósent á milli ára. „Við nánari skoðun á einkennandi greinum ferðaþjónustu sést að fjöldi starfandi við ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og aðra bókunarþjónustu dróst saman um 43% og 44% starfandi við rekstur gististaða,“ segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að heildarlaunasumma staðgreiðsluskyldra launa á vinnumarkaðnum haf í heild sinni lækkað lítillega á milli júní og júlí 2020 eða um 0,8 prósent en breytingin á milli júlí 2019 og 2020 sé meiri, eða 3,1 prósent lækkun. Fjöldi starfandi jókst um eitt prósent á milli mánaða en ef horft er til júlí 2019 fækkaði starfandi um tæplega fjögur prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem misstu störf sín í mars eða apríl á þessu ári hafi fengið síðustu útborgun vegna uppsagnarfrests í júlí og ágúst. Því má ætla að breytingar á vinnumarkaði séu enn ekki komnar fram að fullu í gögnunum, að því er segir á vef Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á á vef Hagstofunnar sem birtir tölfræði þess efnis sem unnin er upp úr mánaðarlegri tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launatekjur og talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrá Skattsins. Á vef Hagstofunnar segir að árið 2020 hafi verið töluverðar breytingar á heildarlaunagreiðslum í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir 10 prósent hækkun á milli júní og júlí voru heildarlaunagreiðslur um 31 prósent lægri í júlí 2020 en í júlí 2019. Mynd/Hagstofa Íslands Þá jókst fjöldi starfa í greinum ferðaþjónustunnar um tæp fjögur prósent á milli júní og júlí 2020, en hafði fækkað um tæp 33 prósent á milli ára. „Við nánari skoðun á einkennandi greinum ferðaþjónustu sést að fjöldi starfandi við ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og aðra bókunarþjónustu dróst saman um 43% og 44% starfandi við rekstur gististaða,“ segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að heildarlaunasumma staðgreiðsluskyldra launa á vinnumarkaðnum haf í heild sinni lækkað lítillega á milli júní og júlí 2020 eða um 0,8 prósent en breytingin á milli júlí 2019 og 2020 sé meiri, eða 3,1 prósent lækkun. Fjöldi starfandi jókst um eitt prósent á milli mánaða en ef horft er til júlí 2019 fækkaði starfandi um tæplega fjögur prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem misstu störf sín í mars eða apríl á þessu ári hafi fengið síðustu útborgun vegna uppsagnarfrests í júlí og ágúst. Því má ætla að breytingar á vinnumarkaði séu enn ekki komnar fram að fullu í gögnunum, að því er segir á vef Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira