Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:29 Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi frá 1994 og hefur verið nefndur „síðasti einræðisherra Evrópu“. AP/Maxim Guchek Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35