Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 12:39 Sex flokkar í bæjarstjórn Akureyrar mynduðu nýja samstjórn flokkanna í bæjarstjórn í gær til að glíma sameiginlega við þann vanda sem blasir við bænum vegna kórónufaraldursins. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk. Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27
Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42