Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39
Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30