Fíkniefnaneysla í fangelsum hefur dregist verulega saman Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2020 19:01 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira